Morgunblaðið - 18.04.2015, Side 27

Morgunblaðið - 18.04.2015, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Rauða fjöðrin Eygló Harðardóttir velferðarráðherra keypti fyrstu rauðu fjöðrina 2015 af Lionshreyfingunni í Kringlunni í gær. Ágóðinn af sölunni fer til kaupa á leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta. Slíkir hundar valda straumhvörfum í lífi fólks sem fær þá til umráða og vinasamband verður til úr vinnusambandi, segir í fréttatilkynningu frá Lionshreyfingunni. Kristinn Síðustu ár hafa ein- kennst af versnandi horfum í alþjóða- málum, vopnuðum átökum einkum í norð- anverðri Afríku og Mið-Austurlöndum með ólýsanlegum hörmungum. Það er því kærkomin tilbreyt- ing að verða vitni að viðleitni til að lægja öldur og ná vísi að samkomulagi eins og nýlega gerðist í deilu Írana við umheiminn, og nú í lok páskaviku með sögulegu handtaki Obama for- seta og Raúl Castro Kúbuleiðtoga á fundi Ameríkuríkja. Með slökun gagnvart Íran og viðurkenningu á Kúbu er Obama að stíga mikilvæg skref sem eru afar umdeild í Banda- ríkjunum en vekja vonir um breytt og bætt samskipti víðar. Afnám við- skiptabanns á Kúbu þarf hins vegar atbeina Bandaríkjaþings og mun bera hátt í aðdraganda forsetakosn- inga þarlendis. Róttæk bylting á Kúbu 1959 Í ársbyrjun 1959 héldu skæruliða- sveitir undir forystu Fidels Castro inn í Havana og steyptu af stóli Bat- ista einræðisherra, sem þar hafði ríkt í skjóli Bandaríkj- anna frá 1952. Banda- rísk fyrirtæki og land- eigendur voru á valdatíma hans ráðandi í efnahagslífi eyjar- innar og stjórn hans var gerspillt og illa þokkuð af almenningi sem að drjúgum hluta bjó við sára fátækt. Stjórn Castros stóð þegar í byrjun fyrir víðtækum umbótum í þágu almennings á mennta- og heilbrigðissviði, landar- eignum var skipt upp milli sam- vinnufélaga og takmörk voru sett á umsvif erlendra stórfyrirtækja. Stjórn Eisenhowers snerist frá byrj- un öndverð gegn þessum nýju vald- höfum og setti viðskiptabann á Kúbu, m.a. á innflutning á sykri sem lengi hefur verið helsta útflutnings- varan. Jafnframt undirbjó banda- ríska leyniþjónustan innrás í landið með þjálfun málaliðasveita, sem biðu sögulegan ósigur eftir landgöngu í Svínaflóa (Playa Girón) í apríl 1961. Þá hafði John F. Kennedy tekið við embætti forseta þannig að innrásin og áframhaldandi viðskiptabann hélt áfram í skjóli hans. Á þessum tíma og lengst af öldinni töldu Bandaríkin sig geta sagt ríkisstjórnum í Róm- önsku Ameríku fyrir verkum og stóðu m.a. að baki valdatöku Aug- usto Pinochet í Síle 1973 sem ríkti sem einræðisherra til 1990. Castro hrakinn í fang Sovétríkjanna Í viðtali sem Ernest Hemingway átti við bandarískan blaðamann skömmu eftir sigur Castros á Bat- ista og birtist í Morgunblaðinu 1. apríl 1959 lýsti hann yfir stuðningi sínum við málstað byltingarinnar: „Ég geri mér miklar vonir um bylt- ingu Castros, því að hún hefir stuðn- ing kúbönsku þjóðarinnar. – Ég trúi á málstað hennar.“ Hemingway hafði þá haft aðsetur í nær tvo ára- tugi á eynni og efnt þar í meistara- verk eins og Gamla manninn og haf- ið. Annar heimsþekktur rithöfundur, Jean-Paul Sartre, tók undir með málstað byltingarinnar, heimsótti Castro og út kom 1961 bókin Sartre on Cuba. Byltingunni á Kúbu var þannig fagnað af róttækum öflum og talsmönnum nýfrjálsra þjóða víða um heim. Hún var þjóðleg uppreisn með sósíalísku ívafi en ekki að sov- éskri fyrirmynd eða leiðsögn úr þeirri átt. Fjandsamleg viðbrögð Bandaríkjastjórnar frá fyrsta degi gegn aðgerðum Castro-stjórnar- innar, með viðskiptabanni og hern- aðaríhlutun, urðu hins vegar til að hrekja Kúbu í fang Sovétríkjanna. Þau keyptu útflutningsafurðir eyja- skeggja og brátt hófst þar uppsetn- ing eldflaugapalla, sem leiddu til Kúbudeilunnar haustið 1962. Kjarn- orkustyrjöld virtist yfirvofandi, en Kennedy og Krústsjoff Sovétleiðtogi sömdu um lausn á elleftu stundu. Skotpallarnir voru teknir niður gegn því að Bandaríkin lofuðu að virða fullveldi Kúbu. Fidel á Ríó-ráðstefnunni 1992 Staða Kúbu á alþjóðavettvangi var einstök í þrjá áratugi fram að falli Sovétríkjanna og hefur raunar haldist þannig allt til nútíðar. Þetta eyríki á stærð við Ísland með um 11 milljónir íbúa hefur haldið uppi rík- isreknu velferðarkerfi, sem tæpast á sinn líka í þriðja heiminum, í skjóli pólitísks einræðis kommúnistaflokks Kúbu og lokað sig að mestu af frá meginreglum kapítalísks hagkerfis. Þessi sérstaða með öllum sínum annmörkum hefur ásamt rótgróinni menningu virkað sem segull á rót- tæklinga víða um heim, ekki síst í Rómönsku Ameríku. Ég hef ekki komið til Kúbu en á alþjóðaráð- stefnum hef ég upplifað þá athygli sem talsmenn þessa smáríkis njóta í krafti sérstöðunnar. Þannig var það t.d. á Ríó-ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna vorið 1992 sem á annað hundr- að þjóðarleiðtoga heimsótti, þeirra á með Vigdís forseti Íslands og Fidel Castro. Ræðutími fyrir ávörp þjóð- höfðingja á fyrsta degi var 5 mínútur og hugsuðu margir fyrirfram til Fi- dels hvort hann myndi virða þau fundarsköp. Hann notaði samtals 4½ mínútu og sagði m.a.: „Þegar horfin er ógnin sem talin var stafa af kommúnismanum og ekki er lengur hægt að bera fyrir sig köld stríð, hernaðarkapphlaup og út- gjöld til hermála, hvað er það sem kemur í veg fyrir að þegar í stað sé notað það sama fjármagn til að styðja við þróun í þriðja heiminum og til að bægja frá ógninni af eyð- ingu vistkerfa jarðarinnar.“ Lófatakið að lokinni ræðunni stóð lengur en hið talaða orð. Nú er að sjá hvað gerist á Kúbu í kjölfar sögulegra umskipta í sambúð við risaveldið norður af. Eftir Hjörleif Guttormsson »Með slökun gagnvart Íran og viðurkenn- ingu á Kúbu er Obama forseti að stíga mikil- væg skref sem vekja vonir um breytt og bætt samskipti víðar. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Söguleg nálgun Bandríkjanna og Kúbu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.