Morgunblaðið - 18.04.2015, Síða 33

Morgunblaðið - 18.04.2015, Síða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 ✝ Ólafur Guð-mundsson fæddist 19. desem- ber 1934 á Efsta- bóli í Önundar- firði. Hann andaðist á gjör- gæsludeild Sjúkra- hússins á Akureyri 7. apríl 2015. Foreldrar hans voru Guðmundur Friðriksson, f. 22.12. 1892, d. 5.1. 1974, og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, f. 1.7. 1902, d. 14.3. 1972. Systkini Ólafs eru: 1) María Guðrún Guðmundsdóttir, f. 18.8. 1933, gift Gunnlaugi Kristjánssyni. 2) Kristjana Guð- rún Sigríður Guðmundsdóttir, f. 2.7. 1936, gift Sigurði Reyn- issyni. 3) Jón Guðmundsson, f. 3.8. 1942, giftur Sigurlaugu Jó- hannsdóttur. 27. desember 1962 giftist hann eftirlifandi eiginkonu til Flateyrar ásamt foreldrum og systkinum. Á sjötta áratugn- um flutti hann til Stykkishólms og stofnaði þar sína fjölskyldu. 1970 flutti fjölskyldan til Skagastrandar vegna vinnu hans og bjó hann þar til ævi- loka. Starfsferill Ólafs byrjaði snemma og var fjölbreyttur, m.a. fór hann ungur til sjós á Flateyri. Hann lærði skipa- smíðar í Iðnskólanum í Reykja- vík og í Stykkishólmi hjá Krist- jáni Guðmundssyni skipasmið. Eftir nám var hans starfsferill allur við skipasmíðar, bæði ný- smíði og viðgerðir. Meðal ann- ars kom hann að stofnun Skipa- víkur hf. í Stykkishólmi. Eftir að nýsmíðum var hætt á Skaga- strönd vann hann við slippinn sem hann rak um tíma. Þegar hann hætti rekstri slippsins fékkst hann við ýmis smíða- störf enda handlaginn maður með eindæmum. Ólafur var bóngóður maður og var mikið leitað til hans með ýmis mál sem hann hjálpaði til við að leysa úr allt til síðasta dags. Útför Ólafs fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag, 18. apríl 2015, kl. 14. sinni Guðmundu Sigurbrands- dóttur, en áður hafði Ólafur verið trúlofaður Guð- rúnu Margréti Ólafsdóttur sem lést ung af völdum veikinda í febrúar 1959. Ólafur og Guðmunda eign- uðust fjögur börn: 1) Kristján Ólafs- son, f. 11.10. 1963, giftur Fjólu Lýðsdóttur, þau eiga þrjú börn. 2) Guðrún Margrét Ólafsdóttir, f. 27.2. 1965, gift Hjálmari A. Sigurþórssyni, þau eiga tvo syni. 3) Víðir Ólafsson, f. 28.7. 1966, giftur Sigurbjörgu Bjarn- finnsdóttur, hann á þrjár dætur og tvö barnabörn. 4) Guð- munda Ólafsdóttir, f. 22.12. 1968, gift Sigurði Berntssyni, þau eiga tvö börn. Ólafur bjó á Efstabóli til fermingaraldurs en fluttist þá Einhvern veginn hafði ég ekki séð fyrir mér svona skjótt brotthvarf tengdapabba, þ.e. að hann væri farinn sama dag og hann var lagður inn á sjúkrahúsið á Akureyri. En það er ekki við öll séð í þessu lífi. Óla kynntist ég fyrir um 26 árum og reyndist hann mér ákaflega vel frá fyrstu tíð. Það liðu ekki margir mánuðir frá því að við Margrét fórum að skjóta okkur saman að hann fór að tala um að skilafrest- urinn væri þegar útrunninn. Óli var maður af gamla skól- anum, harðduglegur skipa- smiður sem hafði unnið fyrir öllu sínu með höndunum og fá- dæma hjálpsamur sínum nán- ustu. Þær voru ófáar ferðirnar í gegnum árin sem hann tókst á hendur til höfuðborgarinnar til að hjálpa við ýmsa smíða- vinnu hjá okkur. Gjarnan var það þannig að hann lagði af stað frá Skagaströnd eld- snemma og var að mæta með vinnubílinn fullan af verkfær- um um það leyti sem við vorum að vakna. Og eins og kunnugir þekkja þá var hann alltaf í klossum og gilti þá einu hvort um var að ræða inni- eða úti- vinnu. Þrátt fyrir þennan dugnað lét hann gjarnan í veðri vaka að hann væri latur að eðlisfari og sagði stundum þeg- ar um var að ræða verkefni í eigin þágu að hann ætlaði að bíða og sjá hvort þetta liði ekki hjá. En ég sá hins vegar for- gangsröðunina hjá honum þannig að hann setti sína nán- ustu í forgang en sjálfan sig aftastan. Snemma kom í ljós að við áttum ágætlega saman og gát- um margt rætt enda hafði hann búið í Stykkishólmi á yngri ár- um og þekktum við því margt sama fólk í Hólminum, sem var honum alltaf kær. Hann hafði skarpar skoðanir á flestum þjóðfélagsmálum, gat verið mjög pólitískur ef því var að skipta a.m.k. gat verið auðvelt að örva púlsinn hjá honum með því að fara fögrum orðum um frjálshyggju og hægrimennsku. Það blundaði þó töluverður hægrimaður í honum, sérstak- lega eftir því sem árin færðust yfir. Ég minnist Ólafs af mikilli hlýju og í sannleika sagt er varla hægt að hugsa sér traust- ari tengdapabba. Missir Guð- mundu tengdamömmu er mikill enda um að ræða hjónaband í yfir 50 ár sem gaf af sér fjögur börn og fjölda afkomenda. Samúð og hugurinn er hjá öll- um fjölskyldumeðlimum sem misst hafa góðan og farsælan mann sem gaf af sér á hverjum degi sem hann lifði. Hjálmar Sigurþórsson. Öðlingurinn Óli Skip hefur kvatt þennan heim og lagt af stað á vit nýrra ævintýra. Tím- inn geymir margar minningar sem streymt hafa fram síðustu daga. Kynni okkar hófust fyrir rúmum 30 árum þegar ég, 17 ára krakkinn, kom inn á heimili þeirra heiðurshjóna Óla og Mundu. Heimili þeirra hefur alla tíð verið opið öllum og oft var margt um manninn. Bakk- elsi á borðum og húsbóndinn að segja sögur af liðinni tíð og því sem brallað var á tímum sveita- balla, malarvega og amerískra kagga. Óli var sérstaklega bóngóður maður og alltaf til í að aðstoða við hvað sem var, hvenær sem var. Oft glottum við yfir hvat- vísinni í honum t.d. þegar skutlast var í næsta bæjarfélag eftir skrúfum eða stokkið upp á stillansa í slippnum á klossun- um. Óli og Munda hafa reynst stelpunum mínum og vinum þeirra ómetanlega í gegnum ár- in. Alltaf var afi til í að skutla, sækja eða rúnta ef beðið var um. Hann hafði gaman af krökk- unum og leiddist ekki að verða langafi fyrir þremur árum þeg- ar prinsarnir bættust í hóp af- komenda. Við dætur mínar höf- um oft rætt um hve mikil forréttindi það eru fyrir litlu strákana að fá að umgangast og kynnast langömmu og langafa. Sorgin og söknuðurinn er mikill en ég trúi því að nú sé Óli kominn á stað þar sem hann er laus við allar þjáningar og vakir yfir þeim sem eftir eru. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elsku Munda og fjölskylda, minningin um góðan mann lifir í hjörtum okkar. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín“ (úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran). Helga Ólína. Elsku afi, mér finnst ótrúleg tilhugsunin um að ég eigi ekki eftir að sjá þig næst þegar ég kem norður, að ég eigi ekki eft- ir að heyra röddina þína aftur eða hlusta á sögurnar þínar. Þér fannst aldrei leiðinlegt að segja sögur, að segja frá hinu og þessu sem þú hafðir gengið í gegnum. Oft var hægt að hlæja og gera grín að sögu- stundunum þínum, hvað þú lifð- ir þig inn í þær og gast sagt endalaust af sögum ef maður nennti að hlusta. Í dag eru sögustundirnar þínar sumar af bestu minning- unum sem ég á um þig. Með þeim kenndirðu mér að vera trú sjálfri mér, að ekki láta vaða yfir mig og að hætta að spá svona mikið í því hvað öðr- um finnst. Mér þykir svo ótrúlega vænt um öll spjöllin sem við áttum. Við gátum talað um allt á milli himins og jarðar, bókstaflega. Undir lokin urðu spjöllin okkar samt alvarlegri og við töluðum oft um dauðann og það sem að á eftir honum kæmi. Þú kenndir mér margt í gegnum tíðina, um lífið og um dauðann. Þess vegna veit ég að þér líður vel, þú ert sáttur við að skilja exemið eftir. Þú varst ekki hræddur við dauðann og vildir að við sem eftir sitjum værum það ekki heldur. Mér finnst ótrúlega erfitt að kveðja þig. Ég var ekki undir það búin að þú færir svona hratt. Mér datt ekki í hug að kveðjustundin um páskana væri sú síðasta. Ég hélt að við hefð- um meiri tíma saman. Ég hélt að við ættum fleiri spjöll eftir og ég hélt að Víðir Snær mundi sjá meira af þér og kynnast þér betur. En eitt af því sem þú kenndir mér var að lífið er óút- reiknanlegt og margt í því sem að við höfum enga stjórn á en ég veit að þú vakir yfir okkur. Þegar ég kveð þig á útfar- ardegi þínum með söknuði, þá er ég líka glöð yfir því að hafa átt svona frábæran afa sem aldrei gleymist mér eða mínu fólki. Afa sem allir elska og virða. Takk fyrir allt, elsku afi minn, takk fyrir allar sögurnar, takk fyrir öll ráðin sem þú gafst mér og allar lífsreglurnar. Takk fyrir að trúa alltaf á mig. Ég elska þig, afi minn, og við sjáumst aftur þegar minn tími kemur. Kveðja, Ester Ösp. Kæri Óli skipa. Með fáeinum orðum vil ég þakka þér góð störf og hugulsemi þína við leikskólann Barnaból í gegnum árin. Það var ómetanlegt fyrir mig sem leikskólastjóra að geta hringt til þín hvenær sem var og beðið þig að koma að lag- færa og endurnýja búnað og leikföng leikskólans. Það var gott að að njóta fagkunnáttu þinnar sem flinks og úrræða- góðs smiðs sem lagði ávallt eitthvað gott til málanna. Finna að þú hafðir fullan skilning á að fyrst og fremst varð að vinna samkvæmt öryggiskröfum hvort sem það var að setja upp nýja hillu, þil eða gera við biluð leikföngin. Nemendur fylgdust áhugasamir með þegar „Óli skipa“ koma til að smíða og þú gafst þig að þeim á þinn já- kvæða og góða hátt. Komið er að leiðarlokum og ég þakka þér góða samfylgd í gegnum árin og sendi fjölskyldu þinni mínar dýpstu samúðarkveðjur með texta Hjálmars Freysteinsson- ar sem nemendur Barnabóls hafa gert að sínum eftirlætis- söng. Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna, en vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina, en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina Þórunn Bernódusdóttir, fyrrverandi leikskólastjóri, Barnabóli. Ólafur Guðmundsson ✝ Sóley fæddist íReykjavík 6. mars 1935. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi 8. apríl 2015. Sóley var ætt- leidd ung að aldri af hjónunum Tómasi Elíasi Bæringssyni, f. 6. apríl 1898, d. 24. október 1973, og konu hans, Ólöfu Þórunni Indriðadóttur, f. 8. október 1891, en hún lést þegar Sóley var 11 ára gömul og ólst Sóley eftir það að mestu leyti upp hjá Halldóru systur Tómasar á Skólavörðustígnum. Sóley eignaðist engin systkini á uppeldisárum sínum en hún átti þrjú systkini sammæðra sem hún kynntist á fullorðinsárum. Móðir hennar var Sigurlína Elísa Júlíusdóttir, f. 5. október 1909, d. 2. júlí 1996, systkini Sóleyjar, sammæðra, eru: Jónína Andersen, f. 1945, ekkja, býr í Danmörku og á hún tvö uppkomin börn. Garðar Gestsson, f. 1946, eiginkona hans er Guðbjörg Haralds- dóttir og eiga þau þrjár uppkomnar dætur. Brynjólfur Gestsson. f. 1949, eiginkona hans er Sigurbjörg Fríða Óskarsdóttir og eiga þau eina upp- komna dóttur. Sóley giftist 29. júní 1957 Halldóri Guð- mundssyni rafvirkjameistara, f. 20. maí 1935, d. 26. febrúar 2006. Foreldrar hans voru Guð- mundur Jóhannsson, f. 17. júní 1903, d. 26. október 1977, og Ingimunda Þorbjörg Gests- dóttir, f. 23. júlí 1904, d. 13. júlí 1989. Sóley og Halldór hófu búskap að Hlíðarvegi 44 í Kópavogi, en lengst af bjuggu þau á Víkurbakka 38 í Reykja- vík. Sóley og Halldór fluttu síðan á Selfoss rúmlega sextug og þar eyddu þau bæði síðustu æviárun- um sínum. Sóley og Halldór eignuðust fjögur börn, þau eru: Þórunn Elín, f. 23. apríl 1957, gift Finn- boga Birgissyni og eiga þau þrjú börn: Guðrún Helga, f. 1975, Þórunn Benný, f. 1979, og Birgir Arnar, f. 1984, barnabörnin eru átta talsins. Hrafnhildur, f. 19. júlí 1958, gift Hersi Frey Albertssyni. Hrafnhildur á Elsu Dóru, f. 1980, frá fyrra hjónabandi og tvö barnabörn. Hersir og Hrafnhild- ur eiga tvær dætur: Signýju, f. 1988, og Ingimundu, f. 1990. Þorbjörg Hjaltalín, f. 5. apríl 1960, gift Jóni Lúðvíkssyni. Börn þeirra eru: Hreiðar, f. 1981, Sól- ey Gunnvör, f. 1984, og Halldóra, f. 1994, d. 1998. Þau eiga þrjú barnabörn. Halldór, f. 21. júní 1965, sam- býliskona Alfa Lára Guðmunds- dóttir. Halldór á tvær dætur: Anítu, f. 1998, og Katrínu, f. 2001. Móðir þeirra er Jóhanna Hákonardóttir. Afkomendur eru því orðnir 28 talsins og fer þeim fjölgandi. Sóley vann ýmis störf í gegn- um tíðina en lengst af vann hún hjá Póstinum, Tollpóststofunni í Ármúla þangað til hún lét af störfum vegna aldurs. Útför Sóleyjar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 18. apríl 2015, kl. 13.30. Aðfaranótt 8. apríl síðastliðinn andaðist móðir mín og einn besti vinur, Sóley Gunnvör Tómasdótt- ir. Þessi mikla kjarnakona sem ég leit svo upp til var alltaf til staðar fyrir mig og var óspör á sinn tíma fyrir mig og mína. Minningar sem við geymum í hjarta okkar hvert fyrir sig. Mamma mín hafði alltaf gríð- arlegan áhuga á íþróttum. Hún spilaði sjálf handbolta með Val og var í fyrsta kvennalandsliði Ís- lands sem spilaði fyrir land og þjóð á Norðurlandamóti í Finn- landi árið 1956. Hin síðari ár fylgdist mamma grannt með öll- um íþróttum, sama hvort um var að ræða fótbolta, tennis, snóker, handbolta eða í raun hvaða íþrótt sem er. Líkt og nákomnir vita þá töl- uðum við mamma saman á hverj- um degi, og oftar en ekki þurfti að fara yfir helstu viðburði og fréttir að ógleymdum úrslitum helgar- innar úr enska fótboltanum, en hún var einarður stuðningsmaður liðs Manchester United. Til að fullkomna fótboltaáhugann fórum við mamma þrisvar sinnum sam- an til Englands á fótboltaleiki og voru tvær af þeim ferðum til Manchester. Hann líður mér seint úr minni dagurinn þegar við, hún þá 75 ára, vorum í einni slíkri ferð í Manchester. Eftir ágætan sigur hennar manna héldum við glað- beitt niður í miðbæ Manchester ásamt þremur félögum mínum sem voru í sömu ferð. Farið var á milli öldurhúsa það sem eftir lifði þessa ágæta laugardags. Síðar sama kvöld fórum við að horfa í kringum okkur og uppgötvuðum að það var langur vegur frá því að fólkið í kringum okkur hefði verið líkt og við gestir á Old Trafford fyrr um daginn. Þetta var ógleymanlegur dagur og mikið hlegið og gantast. Þarna naut móðir mín sín til hins ýtrasta og lék á als oddi. Hún vissi yfirleitt manna mest um leikmenn, rakti framvindu leikja er höfðu farið fram mörg- um árum áður og var hafsjór fróð- leiks um knattspyrnu og aðrar íþróttir. Eins og þú hefðir útskýrt þetta sjálf þá var komin þreyta í leik- manninn og þurftir þú útafskipt- ingu. Enginn leikmaður er nógu góður til að leika þína stöðu og verður okkar lið því að leika ein- um færri það sem eftir er. Treyj- an þín verður hengd upp til minn- ingar á besta stað við hlið annarra afreksmanna, fyrir aðra að sjá og dáðst að. Megi Guð geyma þig, elsku mamma mín. Þinn, Halldór (Daddi). Nú þegar ég sest niður til minnast systur okkar, Sóleyjar Tómasdóttur, reikar hugurinn til fyrstu kynna okkar þegar við vor- um unglingar og spiluðum hand- bolta. Þá vorum við andstæðing- ar, hún var í Val en ég var í Ármanni. Nokkru síðar vildi svo til að við vorum báðar valdar í fyrsta kvennalandslið Íslands í handknattleik og fór leikurinn fram á Bislet í Oslo 19. júní 1956. Okkur fannst táknrænt að það var einmitt á kvenréttindaginn. Síðan þá höfum við hist 19. júní ár hvert eða í tæp 60 ár. Það var allt- af jafn ánægjulegt að rifja upp gamla og góða daga og alla þá gleði sem fylgdi handboltanum. Mörgum árum síðar lágu leiðir okkar saman í Sam-Frímúrara- reglunni og st. Ými. Ég gladdist innilega yfir að fá svo góðan liðs- mann í stúkuna okkar og nú hitt- umst við ekki bara 19. júní heldur reglulega allan veturinn í rúm- lega aldarfjórðung. Það reyndist rétt að Sóley varð góður liðsmað- ur og gegndi hún mörgum störf- um innan stúkunnar og Reglunn- ar, sem hún leysti af hendi með stakri prýði og samviskusemi og var meðal annars stjórnandi stúk- unnar í tvö ár. Síðustu árin gat Sóley ekki sótt fundi sem skyldi en var ætíð með okkur í huga. Við söknum hennar og um leið minn- umst við hennar með virðingu og þakklæti fyrir samfylgdina. Við sendum fjölskyldu Sóleyjar okkar innilegustu samúðarkveðjur og við kveðjum hana og óskum henni ljóss á leið sinni til hins eilífa aust- urs. Kveðja frá Samfrímúrararegl- unni. Sigríður Kjartansdóttir. Sóley Gunnvör Tómasdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.