Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 ✝ Guðrún SólveigSigurðardóttir fæddist á Múla í Þorskafirði 6. apríl 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 7. apríl 2015. Sólveig var dótt- ir hjónanna Sig- urðar Guðmundz Sigurðssonar, f. 1894, d. 1984, og Þórunnar Sigríðar Péturs- dóttur, f. 1896, d. 1987. Systkini Sólveigar: Pétur, f. 1920, d. 1972, Sigríður, f. 1921, d. 2007, Sigvaldi, f. 1929, d. 2013, Gunnsteinn Sólberg, f. 1940, d. 2008. Sólveig giftist 15. desember 1951 Hallgrími Guðmundssyni, f. 6. febrúar 1921, d. 10. júní 2010. Foreldrar Hallgríms voru hjónin Guðmundur Jónasson og f. 5. janúar 1996. Sonur hennar er Símon Nói, f. 8. september 2013. b) Sigurður Einar, f. 5. mars 1998. Uppeldissonur Sólveigar og Hallgríms er: 3) Guðmundur Karl Jóhannesson, f. 28. sept- ember 1959, eiginkona hans er Harpa Jóna Jónasdóttir, f. 24. júlí 1967. Þeirra börn eru fjögur og barnabörnin fimm. Fyrstu fjögur æviárin bjó Sólveig með foreldrum sínum í Þorskafirði, síðan í Bolungarvík og Hnífsdal. Þaðan flutti fjöl- skyldan til Akureyrar. Eftir nám við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri lá leið Sólveigar vestur á firði í Húsmæðraskól- ann á Ísafirði. Sólveig vann um tíma í Flatey á Skjálfanda. Nokkur sumur vann hún á síldarplönum á Húsavík, eins og margir gerðu á þeim tíma. Hjá KÞ starfaði hún í mörg ár og lauk starfsævinni þar. Sólveig var félagi í Slysavarnafélagi kvenna á Húsavík og tók virkan þátt í félagsmálum þar. Útför Sólveigar fer fram frá Húsavíkurvirkju í dag, 18. apríl 2015, og hefst athöfnin kl. 14. Þuríður Elísa Páls- dóttir frá Útibæ í Flatey á Skjálfanda. Sólveig og Hall- grímur hófu búskap að Höfðavegi 24, Húsavík, en bjuggu lengst af á Álfhóli 8 þar í bæ. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Hall- grímsson, f. 21. júní 1951, eiginkona hans er Jóhanna Kristín Guð- mundsdóttir, f. 3. apríl 1950. Börn þeirra eru: a) Hallgrímur Páll, f. 12. nóvember 1971, d. 6. júní 2006. Sonur hans er Guð- mundur Gabríel, f. 2. mars 2002. b) Elísa Björk, f. 2. ágúst 1989. 2) Sólveig Halla Hallgríms- dóttir, f. 25. janúar 1969, eigin- maður hennar er Símon Bjarna- son, f. 10. nóvember 1966. Börn þeirra: a) Sólveig Dröfn, Nú hefur bæst í englahópinn minn á himninum. Elsku amma Lolla mín er komin til afa Halla og Halla frænda. Ég veit að við fengum mörg ár saman en engu að síður þá er hjarta mitt fullt af söknuði og sorg því amma Lolla hefur alltaf verið svo stór hluti af mínu lífi. Ég átti hjá henni athvarf hvenær sem var, hvort sem það var á erf- iðum tímum eða þegar að ég þurfti bara að komast frá litlu bræðrum mínum og fá smáfrið, smáömmustund. Amma reddaði líka öllu og varð aldrei reið þó svo að ég hefði stolist til að gera eitt- hvað sem ég ekki mátti. Til dæm- is eins og þegar ég hellti niður appelsínugulum fatalit í hvíta teppið heima á Garðarsbrautinni. Mín fyrstu viðbrögð voru að hringja beint í ömmu sem kom að sjálfsögðu og reddaði málunum án þess að skammast eða dæma. Amma Lolla bað yfirleitt ekki um margt en þó bað hún mig um tvennt síðustu árin sem að ég varð að sjálfsögðu við. Fyrir þremur árum hringdi amma í mig og bað mig um að prjóna á sig rauða lopapeysu því henni væri alltaf svo kalt og hún treysti sér ekki til þess að prjóna hana sjálf út af gigtinni í fingrunum. Að sjálfsögðu fitjaði ég upp fyrir eina rauða peysu og sendi ömmu en prjónalistina lærði ég einmitt af henni. Ég man það sem það hafi gerst í gær þegar við sátum tvær heima uppi á Álfhól og prjónuðum garðaprjón fram og til baka. Ég, sem var bara fimm ára, prjónaði svo fast að amma þurfti að prjóna aðra hverja um- ferð til þess að ég gæti haldið áfram að prjóna. Það var síðan fyrir síðustu jól að amma spurði mig hvort að ég gæti ekki sent sér eina mynd af mér í skikkjunni sem ég klæðist þegar ég flyt mál fyrir héraðs- dómi. Hana langaði svo mikið til þess að sjá mig í henni. Ég vissi alltaf að amma Lolla væri stolt af mér og því sem ég hafði afrekað, bæði í námi og einkalífinu, en þarna varð ég svo glöð í hjartanu. Ég tók mig því til og fékk vinkonu mína til þess að taka mynd af mér í skikkjunni, setti myndina í ramma og gaf ömmu Lollu í jóla- gjöf. Hún hringdi síðan í mig eftir jólin svo glöð og ánægð með myndina. Þegar amma dó ákvað ég að myndin skyldi fara með henni í kistuna og það var einmitt það sem ég gerði í gær í kistu- lagningunni. Hluti af mér fór með ömmu í síðasta ferðalagið. Ég á óteljandi minningar um stundirnar sem við áttum saman og þær munu allar ylja mér í hjartanu það sem eftir er. Það verður samt skrítið að koma heim á Húsavík og geta ekki farið í heimsókn til ömmu Lollu en mik- ið er ég samt þakklát fyrir það að hafa fengið að eiga hana ömmu mína og að dætur mínar hafi fengið að kynnast henni. Það er nefnilega ekki sjálfsagt að eiga svona frábæra ömmu. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku amma mín, takk fyrir allt. Þín, Jónína (Nína). Elsku amma, núna fer maður að rifja upp minningar og koma þá heimsóknir á Álfhólinn upp í kollinn á manni, langt aftur í tím- ann. Þegar maður fer að spá í hlutina áttar maður sig á því að það breyttist aldrei neitt á Álf- hólnum, sem er gott því þá gekk maður þó að einhverju vísu. Allt átti sinn stað í húsinu. Farið var á hverju ári í að tína rifsber og taka til í garðinum þó svo að pabbi hafi séð um það þá er ég viss um að hugur minn í að hjálpa hafi verið til staðar. Eitt af því sem maður gekk að vísu var að það var alltaf eitthvað með kaffinu, oftast hun- angsterta og kannski talar barna- minnið núna en manni fannst allt- af vera vöfflur og voru þær það fyrsta sem mér datt í hug er ég byrjaði að skrifa. Vöfflur, sulta og rjómi. Kveð ég þig með þessum helstu brotum af minningum mínum sem verða mér ætíð kær- ar. Kveðja, Jónas Þór Viðarsson. Nú hefur hún Veiga mágkona móður minnar kvatt þennan heim. Veiga var gift Halla, einum af bræðrum mömmu. Mig langar til að minnast hennar eins og ég man hana frá æskuárunum á Húsavík. Frændsemin var mikil og samskiptin góð. Í minningunni voru skyldmennin og flestir aðrir tengdir barnæsku minni lausir við alla breyskleika, og ég er viss um að sú var raunin með Veigu. Hún var einstaklega hlý og góð kona. Veiga og Halli bjuggu fyrstu hjúskaparárin sín niðri á bakka, eins og það var kallað, í næstu götu við okkur mömmu. Seinna fluttu þau svo suður á hól, eða á Álfhólinn og var alltaf mikill sam- gangur á milli heimilanna. Veiga kom oft í heimsókn með drengina sína, fyrst Dunsa og síðar Gumma Kalla og er eftirminni- legt hvað hún var alltaf afslöppuð og glöð og sérstaklega fín og vel til höfð. Ég minnist þess að ein- hverju sinni þegar við vorum á leið í heimsókn til þeirra að þá bað mamma mig sérstaklega að hrósa ekki fallegu hlutunum hennar Veigu, því þá væri hún vís til að gefa mér þá. Henni fannst þá nóg komið af gjafmildi Veigu í minn garð. Veiga var nefnilega svo óendanlega greiðvikin og gjafmild. Hún prjónaði á mig peysur á hverju ári fyrir skólann, hverja annarri flottari, hún bak- aði fyrir afmæli og ferminguna mína, hjálpaði mér með handa- vinnu í skólanum og svo mætti lengi telja. Hjálpsemi hennar var einstök og það voru ófáir sem þess nutu. Veiga var líka sérstaklega skemmtileg kona. Sagði sögur með leikrænum tilþrifum þannig að maður veltist um af hlátri og hún hló sjálf svo mikið að stund- um var erfitt að klára söguna. Hún var líka bráðgreind og ákveðin á sinn hógværa hátt. Það er langt síðan ég flutti frá Húsavík og samskiptin urðu lítil með árunum en alltaf jafn góð. Þegar ég heyrði síðast í Veigu dáðist ég að því hversu minnið var ennþá óbrigðult og hún var sjálfri sér lík. Ég var að leita frétta, spyrja um menn og mál- efni og Veiga vissi svörin eins og ávallt áður. Flestir þekkja það að hafa kynnst fólki á lífsleiðinni sem er sannir ljósberar, fólk sem stafar af birta, góðhjartað fólk sem er umhugað um aðra og leggur lykkju á leið sína til að liðsinna öðrum. Þannig var Veiga. Blessuð sé minning hennar. Hjördís Ásberg. Guðrún Sólveig Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma Og ljúfa engla geyma Öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Ástarþakkir fyrir allt sem þú varst mér. Þín dóttir, Sólveig Halla. Elsku amma Lolla. Takk fyrir allt. Sjáumst seinna. Óskar Örn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, Bár, Norðfirði, lést á hjúkrunardeild Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað laugardaginn 11. apríl. Útför hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 27. apríl kl. 14. . Önundur Erlingsson, Dagmar Vigdís Viðarsdóttir, Kristinn Pálsson, Hulda Valdís Önundardóttir, Eirikur Rúnar Elíasson og börn. Ástvinur okkar, VALGARÐ RUNÓLFSSON, fyrrv. skólastjóri og leiðsögumaður, lést á Landspítalanum í Fossvogi 14. apríl. Útför fer fram frá Áskirkju föstudaginn 24. apríl kl. 14. . Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Vera Ósk Valgarðsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Kjartan Valgarðsson, Nína Helgadóttir, Bolli Valgarðsson, Hrafnhildur Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINGERÐUR BJARNEY INGÓLFSDÓTTIR til heimilis að Árskógum 8, Reykjavík, lést miðvikudaginn 15. apríl að Vífilsstöðum. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. apríl kl. 13. . Ingólfur Þór Baldvinsson, Svanhvít Hreinsdóttir, Ásta Baldvinsdóttir, Lars Magne Kalvenes, Anna Bára Baldvinsdóttir, Hjörtur Hafliðason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SVANHILDUR M. SNÆLAND, Urðarhæð 6, Garðabæ, lést fimmtudaginn 16. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. . Kristófer Þorleifsson, Dröfn Snæland, Jón Ari Eyþórsson, Guðfinna Kristófersdóttir, Eggert Þór Kristófersson, Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir, Jóhanna Kristófersdóttir, Pálmi Vilhjálmsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL BJARNASON, fv. héraðsráðunautur í Skagafirði, Bárustíg 1, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki miðvikudaginn 15. apríl. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási. Minningarkortin fást í Blóma- og gjafabúðinni Sauðárkróki. . Alda Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Ásta Egilsdóttir, Lárus Sighvatsson, Bjarni Egilsson, Elín Petra Guðbrandsdóttir, Árni Egilsson, Þórdís Sif Þórisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR ERNA HAUKSDÓTTIR, Logafold 176, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 14. apríl. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 24. apríl kl. 13.00. Ólafur Örn Valdimarsson, Bergþóra Hrund Ólafsdóttir, Guðmundur Konráðsson, Valdimar Grétar Ólafsson, Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, Sunneva Ólafsdóttir, Jósef Hermann Adolfsson, barnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.