Morgunblaðið - 18.04.2015, Síða 38

Morgunblaðið - 18.04.2015, Síða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Sauðárkróks, þakka Gunnari samveruna og þær ánægjulegu stundir sem við áttum saman, einnig þær stundir sem ég átti persónulega með Gunnari. F.h. Bridgefélags Sauðár- króks, Ásgrímur Sigurbjörnsson. Gunnar Þórðarson var af grón- um og traustum skagfirskum bændaættum, einkabarn foreldra sinna. Hann ólst upp á Lóni í Við- víkursveit sem er hlunnindajörð. Þar er æðarvarp, fiskur við fjöru- steina, lax og silungur í Vötnun- um, selur á sandi, endur í sefi, gæs í túni. Þórður bóndi á Lóni var veiðikló og Gunnar ekki síðri. Hann var feikilega mikill aðdrátt- armaður fyrir heimili sitt. Þar var jafnan til sú villibráð sem fékkst á landi, auk þess átti hann trillu og sótti björg í sjó, skaut svartfugl frammi á firði á haustin og sel, einkum fyrr á árum. Allur bitvargur fékk fyrir ferðina ef hann birtist í æðarvarpinu. Hann kvæntist Gógó, Jófríði Björnsdóttur frá Bæ, glæsilegri rausnarkonu sem var náskyld mömmu, og þau voru höfðingjar heim að sækja og ræktarsöm. Flest vor kom Gógó með ný- veiddan silung í soðið handa okk- ar á Skagfirðingabraut 15, nýorp- in æðaregg, Drangeyjarfugl og -egg, kannski gæs þegar haust- aði. Gunnar var röskleikamaður í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, löngu orðinn þjóðsagna- persóna í Skagafirði fyrir kröftug tilsvör og ákafa sinn til verka, einkum veiðar. Hann var hávax- inn og grannur, þrekmenni til burða, hafði glaðlegt upplit og jafnan stutt í brosið, hrokkin- hærður. Tungutak hans var aldr- ei loðmullulegt, hann tók skýrt til orða og tvinnaði stundum hraust- lega. „Fari það í heitasta“ og svo framvegis. Sá sem hér skrifar fékk ákúrur í æsku fyrir að hafa orðfæri hans til fyrirmyndar, að vísu í bland við tungutak Stefáns Kemp. Gunnar var góður spila- maður og var jafnan í brids- klúbbi, einum ef ekki fleirum og spilaði af festu, barði í borðið þegar við átti; hann vildi græða og jafnframt að spilið gengi nokkuð hratt. Níræður taldi hann litla framtíð fólgna í því að fá 75 ára gamlan mann í spilaklúbbinn. Allt málæði yfir spilaborði var óheimilt og kaffitíminn stuttur þótt kræsingar væru á borðum. Gunnar varð háaldraður, lést 97 ára gamall og ók sjálfur inn á sjúkrahús til þess að kveðja. Hann naut þeirrar gæfu að halda viti og heilsu sem næst til loka- dægurs. Hann stundaði leikfimi vetrarlangt ár hvert á tíðræðis- aldri til þess að geta sinnt æð- arvarpinu og dyttað að girðing- um á Lóni – með góðri aðstoð Sigurðar tengdasonar síns. Hug- ur hans var jafnan þar þótt marg- víslegt veraldarumstang kallaði hann til launaðra starfa á Krókn- um fyrr á tíð; hann var lengi lög- reglumaður en sinnti síðar bif- reiðaeftirliti. Með honum er genginn einn af tryggustu heim- ilisvinum foreldra minna. Ég sendi ástvinum hans öllum sam- úðarkveðju. Sölvi Sveinsson. Góðmennið Gunnar Þórðarson frá Lóni í Viðvíkursveit er fallið. Löngu og farsælu lífi er lokið. aðal- og félagsfundir haldnir. Það var svo sem ekkert óvenju- legt að boðað væri til stjórnar- fundar og þegar ég spurði um fundarefnið svaraði Gunnar að bragði: „Ég ætla að segja af mér sem formaður og þú tekur við.“ Það gekk svo eftir og afhenti hann mér öll gögn félagsins og þar með var þeim kafla í sögu þess lokið. Þrír öflugir æðarræktarmenn við Skagafjörð hafa nú fallið frá á skömmum tíma og stendur félag- ið í mikilli þakkarskuld við þá. Auk Gunnars minnist ég Rögn- valdar Steinssonar á Hrauni og Haraldar Hermannssonar frá Yzta-Mói og minnast aðrir fé- lagsmenn þeirra með virðingu og þökk fyrir þeirra mikilvæga framlag til málefna félagsins, enda voru þeir allir mjög virkir. Í einkalífi sínu var Gunnar Þórðarson gæfumaður. Kona hans var Jófríður Björnsdóttir frá Bæ á Höfðaströnd, en hún lést 20. desember árið 2000. Þau hjón áttu tvær dætur. Þótt Gunnar léti af starfi sínu sem formaður ÆS, sinnti hann varpi sínu eftir sem áður þrátt fyrir háan aldur og hreinsaði dúninn. Ég vil þakka Gunnar vináttu og hjálpsemi í minn garð. Fyrir hönd ÆS eru honum þökkuð öll þau störf, sem hann vann fyrir félagið. Sigurður Guðjónsson, Borgargerði. Allir menn eru einstakir en í huga okkar fáir, ef þá nokkur, til jafns við Gunnar frá Lóni. Hann var í áratugi, allt í senn, vinur okkar og veiðifélagi, nágranni, spilafélagi og hjálparhella þá við þurftum fulltingis við. Hann var mannkostamaður búinn óvenjulega fjölþættum hæfileikum. Hann gat verið blót- samur en þó aldrei orðljótur, ákallaði bæði himnaföður og hin myrkari öfl í sömu andrá er mik- ið lá við, án þess að nokkrum þætti tiltökumál. Orðsnilld hans var annáluð og mörg tilsvör hans ógleymanleg. Með honum er genginn einn eftirminnilegasti samferðamaður okkar. Við söknum alls þessa og kveðjum er hann flyst nú til hinna eilífu veiðilendna. Samúðarkveðjur okkar fá Anna Kristín, Birna Þóra og fjöl- skyldur þeirra. Sigurfinnur, María, Lísa og Pétur. Þegar Gunnar Þórðarson, heiðursfélagi okkar í Bridge- félagi Sauðárkróks, lést 1. apríl síðastliðinn þá flugu margar minningar frá spilaborðinu um hug okkar félaganna sem eftir er- um, það má segja að þvílík elja sem Gunnar sýndi við spilaborðið eigi sér varla nokkra hliðstæðu, hann spilaði með okkur í félaginu fram á síðasta ár. Gunnar spilaði mikið og var alltaf til í að spila við hvert tækifæri, hann las mikið um brids og var oft að segja manni frá nýjungum úr brids- heiminum eftir að hann var búinn að lesa nýja bridsbók. Keppnis- skapið vantaði ekki og hélst fram á síðasta ár, nú í vetur minntist hann á að það væri gaman að fara svona einu sinni enn og spila í fé- laginu, það væri alltaf svo gaman. Aldur var afstæður þegar maður hugsar til Gunnars, þó hann væri allt að 50 árum eldri en þeir sem hann var að spila við gaf hann ekkert eftir. Og þegar við Jón Örn og Bjarki heimsóttum hann á 94 ára afmælinu og tókum nokkur spil, þá hringdi ættingi til hans í tilefni dagsins og heyrðist þá frá honum að hann gæti ekki talað núna, hann væri að spila við gömlu karlana sína. Það var skrítið að spila í und- ankeppni Íslandsmóts um síð- ustu helgi en Gunnar kom oft upp í hugann og einhverjar sagnir sem hann hafði minnst á, þá var það alltaf til góðs fyrir okkur fé- lagana, þegar þær voru fram- kvæmdar. Ég vil, fyrir hönd Bridgefélags Hann var pabbi hennar Önnu Stínu vinkonu minnar. Gunnari og Gógó kynntist ég strax á skólaárum mínum í MA. Gleymi seint þegar Gunnar og Gógó sýndu mér sumarpardís þeirra hjóna á Lóni. Sumarbústaðar- land undir hjallanum við ósa Hér- aðsvatna, hús með torfþaki og trjágróður í kring. Þarna höfðu þau komið sér upp unaðsreit og Gunnar stundaði sína veiði- mennsku, svo ég tali nú ekki um æðarvarpið úti í hólma Héraðs- vatna, sem hann ræktaði fram í andlátið. Gunnar bölvaði mikið, en það voru alltaf orðin tóm, því alltaf var hann með sitt fallega stjörnublik í auga, glettnin og hjartahlýjan skein af honum. Ég átti því láni að fagna að fara með Gunnari út í Drangey í eggjatöku. Við fórum á bát ásamt m.a. leigutaka Drangeyjar, Jóni Fagra. Logn og sól skein í heiði. Upp á eyjuna komna spurði Gunnar mig hvort ég vildi ekki síga. Ég þorði ekki. Anna Stína hafði sigið, en hér var hún fjarri góðu gamni, enda nýbúin að fæða sitt fyrsta barn. Ég horfði á eftir köllunum vippa sér frá einni klettasnös yfir á aðra. Brátt hurfu þeir sjónum mínum og ég undi mér á hvanngrænni eyjunni. Seinni hluta dags birtust kallarn- ir á brúninni með dulur um öxl, fullar af eggjum. Haldið var niður í bát og rétt þegar við vorum að fara frá eynni, skall hann á með suðvestan roki. Bátnum var því siglt upp í fjöru á Reykjaströnd. Gunnar var þekkt veiðikló og lærði Anna Stína að gera að veið- inni. Ég gleymi seint ferð okkar í Flatey til Máa. Menn voru búnir að fara um eyjar og sker með barefli og höfðu slegið ófleyga skarfaunga. Anna Stína var ekki lengi að koma sér að aðgerðar- borðinu. Hún og Siggi, maður hennar, settust að á Króknum. Gott fyrir Gógó og Gunnar að hafa þau í ná- vígi. Gógó féll frá langt um aldur fram. Gunnar hélt eftir það einn heimili. Eftir aldamótin gerðist Gunnar skógarbóndi ásamt sínu fólki. Nú hafa verið gróðursettir tugir ef ekki hundruð þúsunda trjáplantna. Þarna gekk Gunnar um, 95 ára gamall, með eitur- brúsa og úðaði lúpínuna. Ekki veit ég hvor hafði betur, Gunnar eða lúpínan, en eitt er víst að hér mun vaxa upp fagur skógur. Gunnar var bridsmaður, og alveg fram á síðustu ár naut hann þess að fá spilafélagana að sunnan í heimsókn. Þeir gistu jafnan hjá honum. Ekki er annað hægt en að minnast á Kisu, flækingskött, sem Gunnar tók að sér. Kisi var víst grindhoraður eftir langa úti- veru, en Gunnar hlúði að ketti og urðu þeir hinir mestu mátar. Veturinn var Gunnari erfiður. Í byrjun árs varð Siggi fyrir vinnuslysi og var fluttur til Ak- ureyrar. Fyrsta, sem Gunnar sagði, þegar hann heyrði af slysi Sigga var, að hann skyldi nú sjá um hann Sigga sinn. Rétt fyrir páska var Gunnar lagður inn á sjúkrahúsið. Séð var að hverju stefndi og flestir nánustu ætt- ingjar náðu að kveðja hann. Kynni mín af Gunnari færðu mér margt dýrmætt og fyrir það þakka ég hér. Dætrunum Önnu Stínu og Birnu, og fjölskyldunni allri, færi ég samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng lifa. Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt. Gunnar Þórðarson ✝ Georg Vigfús-son fæddist að Kúgili í Þorvalds- dal 19. september 1915. Hann lést á Hornbrekku í Ólafsfirði 6. apríl 2015. Hann var sonur hjónanna Vigfúsar Kristjánssonar, smiðs og útvegs- bónda, f. 7. febrúar 1889, d. 8. október 1961, og El- ísabetar Jóhannsdóttur hús- móður, f. 18. október 1891, d. 14. júní 1975. Systkini Georgs eru: Hulda, f. 16. ágúst 1914, d. 31. maí 2007. Kristján Eldjárn, f. 28. júlí 1917, d. 12. nóvember 2001. Hannes, f. 28. mars 1919, d. 13. október 2013. Jón, f. 25. maí 1920, Guð- rún Jóhanna, f. 3. nóvember 1921, d. 9. febrúar 2015. Jó- hanna Gíslína, f. 11. febrúar 1925, Reynir, f. 6. nóvember 1926, d. 2. mars 1929, og Reyn- ir, f. 17. september 1929, d. 30. nóvember 1931. Georg ólst upp í Litla Ár- skógi frá 10 ára aldri. Árið 1925 flutti fjölskyldan í Litla Árskóg á Árskógsströnd og bjó hann þar til ársins 1999. Á yngri ár- um var hann mikið til sjós, meðal ann- ars á vertíðum á Suðurnesjunum og víðar. Síðar gerðist hann vélstjóri á Pálma II EA 536 sem var í eigu föð- ur hans, Vigfúsar Kristjánssonar, og Gunnlaugs Sigurðs- sonar frá Bratta- völlum. Eftir að Vigfús faðir hans lést árið 1961 tóku þeir bræður Kristján, Georg, og Hannes, við búinu. Georg sá að mestu leyti um fjárbúskapinn, einnig var hann oft við grenjaleit fyrir sveitarfélagið. Alltaf var þó áhuginn við sjóinn, þar sem hann undi sér vel á trillunni sinni fram til áttræðs. Árið 1999 brugðu þeir síðan búi og fluttu að Öldugötu 1 á Árskógssandi þar sem þeir áttu góðan tíma. Í byrjun árs 2013 fluttu þeir Georg og Hannes að Horn- brekku í Ólafsfirði, þar sem þeir nutu góðrar umönnunar síðustu æviárin. Útför Georgs fór fram frá Stærri-Árskógskirkju 11. apríl 2015. Fregnin um andlát móður- bróður míns Georgs, kom mér ekki á óvart. Ég heimsótti hann fyrir þrem- ur dögum, þar sem hann var síð- ustu árin, á Elli- og dvalarheim- ilinu í Ólafsfirði. Hefði hann lifað fram í september hefði hann náð 100 ára aldrinum, hversu svo mikið sem er að sækjast eftir því, fyrir rúmliggjandi mann. Sjónin farin og hinn áður þrek- mikli skrokkur svaraði ekki lengur. Er þá hvíldin endanlega ekki besta lausnin? Ég hélt í höndina á honum drjúga stund og fann vel hve fast hann hélt, svo sofnaði hann og ég losaði takið. Vinnulúin hönd í gegnum nær 100 ár, þá var allt erfiðis- vinna og mikið streð. Hann var hörku duglegur, lærði til vélstjórnar og var á mörgum fiskibátum en þó lengst við útgerð Vigfúsar föður síns, sem í þá daga var bæði með stórbú og sjávarútveg í og frá Litla-Árskógi. Réru jafnan frá Litla-Árskógssandi. Georg var mikill veiðimaður og var harður í rjúpnaferðunum og komst ekki alltaf með fenginn heim í einni ferð, sama var með margt fleira sem mætti telja upp. Hann var afskaplega geðgóður og mikill barnavinur enda voru oft góðar stundirnar með honum, þegar ég var smá polli og dvaldi oft í Litla-Árskógi með mömmu. Georg giftist aldrei, sem þó var glæsimenni, hvað svo sem hefur valdið því en oft hvarflar það að þeim er þekktu hann vel, að skyldan við foreldraarfleifðina og samviska hans hafi öðru frek- ar ráðið því. Hann var alltaf heimakær og traustur vinum sínum. Þegar kom að því að selja Litla-Árskóg fluttu þeir bræður í einbýlishús á Litla-Árskógssandi og undu þar hag sínum vel, enda þekktust þar allir og nutu þeir oft góðs frá mörgu yndislegu fólki þar sem vert er að þakka fyrir núna. Georg, eins og fleiri, komst oft í verulega lífshættu og má segja að eitthvað hafi haldið verndar- hendi yfir honum á þeim stund- um. Georg hefur kvatt og ég þakka honum þær ljúfu og skemmtilegu stundir sem við áttum saman í gegnum þennan langa tíma og þann skemmtilega lit sem hann á lífið setti. Georg lauk nú göngu sinni, grípur lúna ár af hlunn. Ganga hans er greypt í minni, góðum vinum löngu kunn. (H.R.) Við sendum öllum vinum og skyldmennum Georgs frænda innilegar samúðarkveðjur. Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson og fjölskyldur. Þegar ég frétti að Georg frændi væri dáinn runnu margar minningar í gegnum hugann. Hann valdi sér afmælisdaginn minn, 6. apríl, til að kveðja þenn- an heim eftir tæp 100 ár. Ég sem er að verða sextugur er bara unglamb á þann mælikvarða og hvað þá að halda fullri heilsu alla tíð. Georg hafði ætíð mikinn áhuga og ánægju af öllum veiði- skap, en þá var ánægjan ekki minni af að gefa öðrum bita af veiðinni. Man ég eftir því að það tók annan eins tíma að deila út veiðinni og að afla hennar. Þá var „rúntað“ um allar sveitir á fólksbílnum. Þurfti að skreppa hingað og þangað til að fara með ýsu í soðið hjá þessum og nokkra rauðmaga handa hinum. Þá var nú ekki verra að geta gefið mönnum að smakka sel og sel- spik, því það væri nú svo langt síðan að blessað fólkið hefði fengið nýmeti. Ég held reyndar að ferðalögin hafi nú verið svona tímafrek vegna þess að lýsa þurfti allri veiðiferðinni á hverj- um stað, og held ég að lýsing á selveiðitúrunum hans og pabba hafi tafið hann mest. Ef þetta Georg Vigfússon Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Rósa Kristjánsdóttir útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir lögfræðiþjónusta Gestur Hreinsson útfararþjónusta Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Snævar Jón Andrésson útfararþjónusta Útfarar- og lögfræðiþjónusta – Önnumst alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og stuðning við andlát mannsins míns og afa, GUÐJÓNS AGNARS EGILSSONAR, sem lést 27. febrúar. Sérstakar þakkir til Skíðadeildar KR og Lionsklúbbs Reykjavíkur. . Guðlaug Rakel Pétursdóttir, Rakel Rósa Ingimundardóttir. Systir okkar, MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR KLAPA, Maddí, lést á heimili sínu í Willingboro í New Jersey í Bandaríkjunum fimmtudaginn 9. mars og fór útförin þar fram með fjölskyldu hennar. . Þorsteinn Magnússon, Bjarni Magnússon og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.