Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Hulda BjörgHerjólfs-dóttir Skog- land er MA í Evrópu- fræðum frá Lundi í Svíþjóð og vinnur hjá fyrirtækinu Evris Ad- vice. „Við erum í al- þjóðasamskiptum og -ráðgjöf og hjálpum m.a. nýsköpunar- fyrirtækjum við að finna og sækja um styrki, nú síðast í gegnum sóknarsjóði Evrópusambandsins.“ Fjallgöngur og fjallahjól eru helstu áhugamál Huldu. „Við bjuggum átta ár í Ósló og skíðuðum á veturna og skiptum yfir í fjallahjólin á sumrin. Fórum í skíðalyfturnar og hjóluðum niður. Mað- ur þarf að drífa sig í að draga fram hjólið eftir þennan ömur- lega vetur. Ég var næstum því búin að drepa mann- inn mig og mig í einni göngu á Esjuna þegar við vorum nýtrúlofuð,“ segir Hulda spurð um helstu afrek í fjallgöngunum. „Þetta var að vetri til og það skall á svartaþoka, mínum þýska bónda leist ekkert á þetta en ég þóttist öllu vön. Við komumst einhverra hluta vegna niður og erum gift og ég náði að smita hann af bakteríunni. Í sumar er stefnan tekin á að koma frumburðinum á bragðið. Yngra barnið er þriggja ára og það dregur úr fjallgöngunum en sú eldri er að vera átta ára og er að komast á sómasamlegan aldur og verður dregin í þetta.“ Eigin- maður Huldu er Maximilan Conrad en hann er frá Þýskalandi og er lektor í stjórnmálafræði við HÍ. Dætur þeirra eru Heiðbjörg Anna og Elín Snæfríður. „Í tilefni af afmælinu heimsæki ég tvær vinkonur mínar í Banda- ríkjunum, eina sem vinnur hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og aðra vinkonu, frá bernskuárunum, í New Jersey.“ Hulda Skogland er fertug í dag Í Noregi Hulda og Árni, bróðir hennar, í fjallgöngu á Preikestolen. Stefnan að draga alla fjölskylduna á fjöll Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kópavogur Kristófer Máni Kristófersson fæddist 18. apríl 2014. Hann vó 4.230 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Kristófer Óm- arsson og Erla Kristín Skagfjörð Helgadóttir. Nýr borgari I ndriði fæddist í Kópavogi 18.4. 1965 og bjó þar til ársins 1986. Þar gekk hann í Kársness- og Þing- hólsskóla en eftir grunn- skólann lá leiðin i Iðnskólann í Reykjavík í bakaraiðn, en hann var á námssamningi hjá Nýja Kökuhúsinu. Indriði flutti á Reyðarfjörð 1986 og réð sig sem bakara við Gunn- arsbakarí, sem hann síðan festi kaup á, ásamt mági sínum, Jó- hanni Sæberg Seljan vélvirkja og Sigurði Þorleifssyni bakara, árið 1991. Þeir ráku bakaríið Melkorn til 1997. Frá Reyðarfirði flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur þar sem Indriði var bakari hjá Myllunni og Indriði Indriðason, sveitarstjóri á Tálknafirði – 50 ára Fjölskyldan Indriði og Anna Árdís með Arnari Frey og Indriða Frey og dætrunum Hildi Seljan og Steinunni Díönu. Á kafi í Íslendingasög- unum og Sturlungu Litlu ljósin Anna Árdís og Indriði með Bjarna Sólberg Seljan og Agli Seljan. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.