Húnavaka - 01.05.1970, Side 164
162
HÚNAVAKA
liefði verið að koma að Bakka, þegar hann var Hólasveinn, en einn
bróðir Ingibjargar var skólabróðir Valtýs á Hólum. Ég heyrði Ingi-
bjargar fljótt getið, er Iiún flutti á Blönduós með manni sínum,
Tómasi R. Jónssyni, en þau giftust árið 1926 og settust að á Blöndu-
ósi, þar sem þau hafa átt heima alla tíð síðan.
En meiri kynni mín af þeim hjónum urðu fyrst haustið 1932,
þegar ég var vetrarlangt á Blönduósi og næstu fjóra vetur þar á eftir.
í fámennum sveitum og þorpum hérlendis hefði vistin oft verið
dauf, eink'um að vetrinum, ef félagslynt fólk og fórnfúst hefði ekki
reynt að veita gleði meðal manna, lyfta hugurn fólksins frá daglegu
striti og leitast við að gera því dagamun. Blönduósbúar áttu þar góða
liðsmenn, Ingibjörgu og Tómas. Bæði hjónin mjög vel gefin, höfðu
yndi af ljóðum og góðum bókum, kunnu að meta fagrar listir og
voru bæði vel hagmælt, þó að minna bæri á hagmælsku Ingibjargar,
eftir því sem ég bezt veit, en af miklu var að taka. Og svo var leik-
listin hugstæð þessum góðu hjónum, að á hverju ári hefur Tómas
leikið og sett á svið sjónleiki á Blönduósi, oft við mjög erfið skilyrði
og þrotlaust starf. Eiga Húnvetningar honum mikið að þakka fyrir
allar þær ánægjustundir, er hann hefur veitt sýslubúum með leik
sínum, og þar studdi Ingibjörg mann sinn drengilega. Það er að
mörgu að huga, þegar sett er á svið, búningar leikenda, sviðsbúnaður
og sitt livað fleira kemur til greina og setur svip á sýninguna, lyftir
henni eða dregur niður, eftir því sem til tekst. Hagleikur Ingibjargar
og smekkur kom þá í góðar þarfir. Hún lagði mikla alúð við að hjálpa
manni sínum svo að sýningamar tækjust sem bezt og studdi hann
með ráðum og dáð, enda oft aðdáunarvert hverju var áorkað í þeim
efnum. Ég á erfitt með að hugsa mér Blönduós án Tómasar eða
sætta mig við, að Ingibjörg standi þar ekki með honum, en það
þýðir víst ekki að deila við dómarann. Öll árin sem ég var við Kvenna-
skólann á Blönduósi, eða í nær tvo áratugi, leitaði ég til Tómasar og
fékk aðstoð hans við að koma á leiksýningum á árshátíðum skólans.
Brást hann ávallt vel við því, og það sem meira var Ingibjörg,
kona hans hvatti hann fremur en latti til að veita ómetanlega að-
stoð, og var ég þakklát henni fyrir það. Þá var Ingibjörg prófdómari
í fjölda mörg ár við Kvennaskólann í handavinnu, reyndist hún mjög
samvizkusöm og sanngjörn í dómum um handavinnuna.
Aldrei var neitt tekið fyrir ómakið, þó að miklum tíma og dýr-
mætum væri eytt. Slíkar skuldir verða aldrei greiddar. En þau hjón