Húnavaka - 01.05.1971, Síða 13
HÚ NAVAKA
11
baráttunni, enda varð hún löng, en í lokaátakinu vakti liinn fágæti
einhugur þjóðarinnar aðdáun og athygli víða um lönd.
Nú liggur nærri að bera fram þá spurningu, hvort reynslutími
íslenzku þjóðarinnar sé ekki orðinn nógu langur til þess, að henni
eigi að liafa lærzt, hvaða gildi það hefur að standa saman, ekki ein-
ungis út á við, heldur og inn á við.
Ymsir telja, að þjóðfélag, sem skiptist í marga stjórnmálaflokka,
sé illa á vegi statt, og því verr sem flokkarnir eru fleiri. Hér er ekki
tími til að rökræða þetta, en minna má á stjórnmálaöngþveitið í
Frakklandi á sínum tíma, þegar fleiri ríkisstjórnir voru myndaðar á
einu og sama ári en dæmi voru til og fjöldi stjórnmálaflokka einstæð-
ur, þar til de Gaulle bjargaði þjóðinni út úr ógönguntim með viti-
borinni stjórnarskrá, er skar niður flokksmergðina.
Annars er vafasamt, hvort réttnefni er að’ tala um stjórnmálaflokka,
séu þeir fleiri en tveir, þ. e. hægri og vinstri flokkur, eða er það ekki
einmitt sú eðlilega, sálræna skipting. F.r ekki ella aðeins um eigin-
hagsmunaklíkur að ræða, sem skortir víðsýni til að sjá, að sérhvert
þjóðfélag á að standa saman sem eining, hafa að vissu leyti eina sál?
Ef stjórnmálaflokkar eru aðeins tveir, verður ávallt fullábyrg ríkis-
stjórn og fullábyrg stjórnarandstaða ríkjandi, er veitir meira aðhald
í stjórnarathöfnum en nokkurt annað stjórnarkerfi, sem þekkt er.
I fyrirmyndarþjóðfélagi þyrfti enga flokkaskiptingu. Þá mundi
hver og einn greiða sérhverju málefni atkvæði eftir beztu samvizku
í samræmi við þjóðarheill, óháður flokksbundnum klíkuskap.
Þegar ísland gerðist fullvalda ríki, var að sjálfsögðu gert ráð fyrir
nýrri stjórnarskrá, enda kaus Alþingi í því skyni stjórnarskrámefnd,
en stjórnarskráin hefur ekki enn séð dagsins ljós. Hafa aðeins verið
gerðar óhjákvæmilegar breytingar á hinni görnlu, löppuðu stjórnar-
skrá til bráðabirgða. Er vissulega kominn tími til að brinda allsherj-
arendurskoðun í framkvæmd, og væri um leið athugavert að hafa
hliðsjón af frönsku stjórnarskránni um ákvæði, er takmörkuðu sér-
hagsmunaklíkum aðstöðu til hindrunar tveggja flokka kerfi.
íslenzka þjóðin lítur vissulega stórt á sig. Við rekjum ættir okkar
til fornsögulegra konunga og höfðingja og þykjumst öðrum þjóðum
vitrari. Ef til vill á þetta stærilæti þátt í því, að eftir að við skriðum
upp úr sárustu fátæktinni, gerðumst „nýríkir", eins og það var kallað
á síðari stríðsárum, þá tókum við að lifa eins og við ættum ótæmandi
fjársjóði, tókurn að lifa langt um efni fram og lögðumst of margir að