Húnavaka - 01.05.1971, Side 14
12
HÚNAVAKA
vissu leyti á meltuna. Afleiðingarnar liafa líka sýnt sig: Hvert fjár-
málaöngþveitið á fætur öðru hefur dunið yfir þjóðina. Helzta bjarg-
ráðið, sem þá hefur verið gripið til, er síendurtekin gengisfelling,
sem ávallt hefur verkað líkt og olía á eld. Hinn eini varanlegi ár-
angur allra gengisfellinga hér á landi hefur verið neikvæður og frarn-
ar öllu sá:
1. Að féfletta sparifjáreigendur, sem lagt hafa þjóðinni til reksturs-
fé. Þar á meðal hafa verið börn og unglingar, sem áttu að læra
sparnað, svo og fjöldi gamals fólks, er unnið hefur hörðum hönd-
um til þess að tryggja fjárhagsafkomu elliáranna og eiga fyrir út-
förinni.
2. Að gera að engu fjölda sjóða, sem stofnaðir liafa verið til ýmiss
konar þjóðþrifa.
3. Að kveða niður dyggð sparnaðar og hófsemi, eða nteð öðrum orð-
um kenna fólki, að vissast sé að eyða sem fyrst hverjum eyri, sem
aflazt hefur.
4. Að skapa vantraust annaira þjóða, ekki einungis á íslenzkum pen-
ingum, þannig, að enginn útlendingur eða útlend peningastofnun,
að undanskildum þeint fáu erlendu bönkum, er hafa bein við-
skipti við hérlenda banka, þora að kaupa íslenzka peninga, heldur
bitnar einnig vantraustið á þjóðinni sem þjóð. Þetta fer ekki fram
lijá neinum, sem eitthvað dvelzt erlendis.
í mótmælaskyni gegn þessari staðreynd stoðar ekki að vitna til
annarra þjóða, er grípa til gengisfellingar, því að þær liafa yfirleitt
haft tök á að halda eittlivað niðri þeirri fjárbólgu, sem sækja vill í
kjölfar gengisfellingar með hækkuðu kaupi og hækkandi vöruverði.
Hér á landi hefur slíkt aldrei tekizt. I þess stað hefur fjárbólgan
magnast eftir hverja gengisfellingu.
Margir telja, að eina gengisbreytingin, sem borið hafi í heild já-
kvæðan árangur, hafi veriðsú eina gengishœkkun, er gerð var á sínum
tíma, enda stjórnaði henni einn raunhæfasti fjármálamaður, sem
þjóðin hefur átt. Þeirri gengishækkun var illa tekið af mörgum
framleiðendum á þeim tíma, en síðar opnuðust augu manna betur
til viðurkenningar.
Þrátt fyrir þessa endurteknu reynslu hefur enn verið vegið í sama
knérunn, og það í stærri mæli en áður. Sjálfsskaparvítin hafa löng-
um reynzt verst. Hvenær skyldu liinir vitru hagfræðingar, sem reikna