Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 15
HÚNAVAKA
13
út gildi gengisfellingar á íslandi, muna eftir þeirri stærð, er ávallt
virðist vanta í formúlu þeirra, sem sé íslendingseðlinu, er til þessa
liefur eyðilagt hugsanleg jákvæð áhrif allra gengisfellinga?
Islendingar hafa um langt skeið verið í flokki fremstu þjóða, ef
miðað er við framleiðsluverðmæti á hvern þjóðareinstakling. Mér
er ekki kunnugt um, að nokkur þjóð, sem hefur haft jafnmikla
eða meiri framleiðslu á einstakling fram til ársins 1967, hafi nokkru
sinni gripið til gengisfellingar. Það er von, að spurt sé, hvernig það
megi verða, að þjóð með svona geysimikla framleiðslu skuli ekki
geta haft nokkurt vald á gjaldeyrismálum sínum, skuli stöðugt
sökkva dýpra og dýpra í gengisfeljingarforæðið. Höfum við ekki
raunverulega gert kraftaverk með því að koma krónunni nokkru
sinni niður úr gullgengi? Ef við hefðum viljað læra sparsemi og
þegnskap, t. d. af Svisslendingum og öðrum slíkum þjóðum, og jafn-
framt notað eitthvað af okkar geysilegu gáfum, hefðum við þá ekki
getað farið að dæmi Svisslendinga og haldið gjaldmiðli okkar í stöð-
ugu gullgengi og þar með fengið aðstöðu til varðveizlu á fé útlend-
inga, sem vilja fela það fyrir skattyfirvöldum heimalands síns eða af
öðrum ástæðum og sætta sig við lága vexti, lána síðan þetta fé út með
tvöföldum og þreföldum vöxtum til fyrirtækja víðsvegar um heim?
Svissneskir bankar eru taldir hagnast vel á slíkum viðskiptum.
Ég er væntanlega búinn að stórhneyksla bæði hagfræðinga og
aðra fjármálaspekinga, ef einhverjir þeirra hafa gefið sér tíma til að
hlusta á mig í annríki sínu við áætlunargerð um næstu gengisfellingu.
í hinum menntaða heimi eru íslendingar þekktir fyrir tvennt: fá-
gætar bókmenntir fyrri alda og fjármálaafglöp síðast liðna liálfa öld.
Síðari frægðin er þó ekki höfð í hámælum í rituðu máli erlendu, en
kemst þó ekki framhjá alþjóðaskýrslum. Það er farið mjúkum hönd-
um um litla, góða pelabarnið. Ef til vill lærir það einhvem tíma
að ganga.
.,Hvar er hundurinn grafinn?“
Krabbameinið, sem hefur verið eitt algengasta dauðamein á síðari
tímum og um leið ógnvaldur allra lífhræddra manna, kemur í ljós
sem frumuofvöxtur í líffærum sjúklinga. Er ekki eitthvað svipað,
sem gerist í þjóðarlíkama okkar íslendinga? Er ekki hér og þar eins
konar ofvöxtur eða misvöxtur í líffærum þjóðarlíkamans?
Þetta er gömul samlíking, sem líklega flestir kannast við, en ef
marka má, þykir fáum hún vera speki. Ef nú sérhver íslendingur