Húnavaka - 01.05.1971, Síða 17
HÚNAVAKA
1*5
Hver einasti maður, sem vinnur erfiðisvinnu, má þakka lyrir tæki-
færið að geta svitað sig. Að svitna af líkamlegri áreynzlu, sparar
bæði lækna og lyf. Þetta þekki ég af eigin reynd. En það munu til-
tcilulega fáir þekkja nú orðið. Hið sama er að segja um vinnugleðina.
Eða hversu margir leggjast til svefns að kvöldi vinnulúnir, en í glöðu
skapi yfir góðu dagsverki? Spyrji hver sjálfan sig og svari um leið.
Við Islendingar miklumst af fleiru en ættgöfgi og vitsmunum.
Við þykjumst og öðrum þjciðum duglegri. Sú sjálfsblekking er okkur
hættuleg og hefttr átt þátt í því, að við erum að verða latir, skeyt-
ingarlitlir og afkastalitlir, að minnsta kosti í annarra þjónustu.
Hér voru í nokkur ár gerðar mælingar á orkuþoli ungra, full-
tíða manna. í ljós kom, að við stóðum okkur ekki til jafns við ná-
grannaþjóðirnar. Hið sama kemur í ljós í þeim íþróttum, sem við
þreytum keppni í við útlendinga. Venjulegast vinna útlendingarnir
því meira á, því lengra sem á keppnina líður, og því meira, sem
þolraunin er strangari.
Þessi er dugnaður okkar Islendinga.
Óþarft ætti að vera að taka fram, að ekki eiga allar stéttir þjóðfé-
lagsins eða allir einstaklingar sérhverrar stéttar alveg jafnan hlut
hér að, en því miður virðist halla jafnt og þétt undan fæti.
Eftir að franransagt var tekið saman, sá ég í blaði frá fyrra ári, að
brezkur „stjórnunarfræðingur“ (ég neyðist til að nota þetta stirð-
busalega nýyrði), sem sé stjórnunarfræðingur, sem hér var á ferð,
áleit, að hægt væri að auka afköst í iðnaði hér á landi um 50%. —
Hann gengur því mun lengra í kröfum um vinnuafköst en ég hefi
gert hér að framan.
Við aldamótamenn minnumst um langt skeið sultarkjara verka-
lýðsins við sjávarsíðuna. Baráttan fyrir bættum kjörum verkafólks
mun vera búin að standa nærri hálfa öld. Aðalvopnið í þeirri bar-
áttu hefur verið verkfall á verkfall ofan. Fyrst lengi vel voru verkfcill
eðlileg og sjálfsögð og gáfu jákvæðan árangur, en síðari hluta tíma-
bilsins hafa þau reynzt heimskuleg, enda borið neikvæðan árangur.
Sú iitla kauphækkun, sem náðist, bætti oft ekki upp vinnutapið
yfir verkfallstímann. Beint tjón atvinnuveganna og ríkisins af þess-
um verkföllum hefur verið óútreiknanlegt, en vissulega gífurlegt, og
hið cibeina tap verkalýðsins þar af leiðandi mikið. Mun nú svo kom-
ið, að öllum þorra landsmanna liefur skilizt, að verkföll eru orðin
úrelt, eru öllum til tjóns og eiga því engan rétt á sér.