Húnavaka - 01.05.1971, Page 18
16
HÚNAVAKA
Sem betur fer hefur efnahagur verkafólks stórbatnað, en er þó
enn liarla misjafn. Annars vegar er verkafólk, sem á íbúðir og inn-
bú með meiri glæsibrag en kunnugt er um meðal verkafólks í öðr-
um löndum Evrópu. Hins vegar er til fullvinnandi fólk, sem hefur
svo lágar tekjur, að þær veita ekki aðstöðu til mannsæmandi lífs á
íslenzkan mælikvarða. Þetta er bæði ljótur og óþarfur skuggi á „gós-
en“-landinu íslandi, en sannar um leið óraunhæf áhrif verkfalla. —
Landið okkar býr yfir þeim gnægðum, ef þjóðin nennir að nýta
þær, að sérhver heilbrigður maður á að geta haft mannsæmandi af-
komu, ef liann er sjálfum sér trúr og þjóðfélaginu hollur þegn.
F.n hvernig á þjóðin að geta rétt sig við?
II.
Þjóðin verður að hætta að varpa öllum áliyggjum sínum á við-
komandi ríkisstjórn og kenna henni síðan um allt, sem aflaga fer.
Það er ekki þess að vænta, enda naumast sanngjarnt að krefjast þess,
að ríkisstjórnir einar taki sig út úr og kasti skyndilega íslendings-
eðlinu eins og slitinni flík. Þær eru og verða bein af okkar beinum
og hold af okkar holdi og upp og ofan ekkert færari um að stjórna
en fjöldi annarra þegua þjóðfélagsins, sem ekki ná sæti í ráðherra-
stól. Þá er og einn sjúkdómur fyrir löngu orðinn ,,krónískur“ meðal
ráðherra, sem og annarra alþingismanna, sem sé kjósendahræðslan,
að þora ekki að stinga á meinsemdum í þjóðfélaginu, sem sérhags-
munaklíkur standa að, vegna hræðslu við fylgistap.
Nú er vitað mál, að íslendingar láta verr að stjórn en nokkur
önnur svokölluð menningarþjóð. Hvernig á þá ríkisstjórn af slíku
bergi brotin að geta stjórnað?
Ég spyr í fyllstu alvöru.
Nei. Hér verður að brjóta blað. Þjóðin öll, ríkistjórnir meðtaldar,
verða að brjóta odd af oflæti sínu og setjast á skólabekk hjá ráðdeild-
arsömum þjóðum, sem eru til fyrirmyndar um iðjusemi, sparnað og
vitiborið líferni.
Gjaldeyri til námsferða í þessu skyni væri trúlega betur varið en
til þeirra skenrmtiferða til útlanda, sem verið liafa í tízku, þjóðinni
til vafasams heiðurs.
Ef þjóðin í lveild lærði skynsamlega meðferð fjármuna og stund-