Húnavaka - 01.05.1971, Síða 19
HÚNAVAKA
17
aði meiri iðjusemi, þá mundi hún fljótlega standa af sér hvers
konar harðæri, sem að höndum bæri.
Samfara þess háttar lífsvenjubreytingum þarf að leysa mörg verk-
efni til uppbyggingar traustu þjóð'félagi. Skal hér vikið að nokkrum
þeirra:
Vinda þarf bráðan bug að heildarendurskoðun stjórnarskrárinn-
ar. Verði þar ákveðin einmenningskjördæmi um land allt og jafn-
hliða opnuð sem greiðust leið að tveggja flokka kerfi. Ber að skoða
þetta sem bráðabirgða úrræði, meðan þjóðin er að safna andlegum
þroska til að afnema flokksræðið og koma á algeru lýðræði í kosn-
ingum, svo sem var fyrstu árin eftir endurreisn Alþingis, nema
hvað kosningaréttur verði samræmdur nútímanum, án þess þó að
seilast til unglinga á gelgjuskeiði.
Verkföll verður að afnema með öllu.
Öll stéttarfélög þurfa að taka upp í stefnuskrá sína hvatningu til
félaga sinna um aukin og vönduð vinnubrögð.
Kaupkröfur allra stétta hafa verið og eru út í loftið. Enginn
þegn veit raunverulega hvað honum ber í hlut. Þjóðfélaginu ber
skylda til að skapa sérhverjum þegni aðstöðu til sómasamlegra lífs-
kjara, eftir því sem þjóðarbúið eða framleiðslan leyfir.
Til þess að ráða fram úr þessu sé ég aðeins eina leið: að hæsta-
rétti verði falið að skipa nefnd færustu, eiðsvarinna manna, er sé
öllum óháð nema samvizku sinni. Hlutverk þessarar nefndar sé að
reikna út kaupgreiðsluþol framleiðslunnar. Út frá því reikni hún
fyrst út kaup hinna lægst launuðu, er miðist við sómasamleg lífskjör,
eins og áður er tekið fram, en síðan fari laun annarra stétta stig-
hækkandi eftir mati nefndarinnar, þó þannig, að nauðþurftir hinna
lægst launuðu sitji í fyrirrúmi fyrir topptekjum hinna hálaunuðu,
ef framleiðslan þolir ekki fulla kaupgreiðslu.
í neyðarárferði verða allir að spenna sultarólina, en til þess ætti
ekki að þurfa að grípa, nema ef til vill fyrstu árin. Ef vitsmunir og
ráðdeild fá að taka völdin með þjóðinni, ætti fljótlega eða geta
myndast traustur varasjóður, er tæki á sig áföll harðæra.
Þegar þjóðarbúskapurinn hefur blómgazt svo, að hann geri meira
en bera uppi skynsamlegar framkvæmdir án stökkbreytinga, sem
venjulega eru óhollar, og fullnægi auk þess uppbyggingu varasjóðs-
ins, má hækka kaup launþega.
Hér er ekki tími til að ræða sundurliðað skipulag þessa máls, en
2