Húnavaka - 01.05.1971, Page 20
18
HÚNAVAKA
þó skal vikið örlítið að nokkrum undirstöðuatriðum. Til þess er
ætlazt, að framleiðslan geti greitt fullnægjandi kaup fyrir vel unnið
starf með dagvinnukaupi einu saman. Núverandi uppsprengt eftir-
vinnu- og næturvinnukaup, svo og alls konar bitlingar, sem fastir
starfsmenn vinna að í sínum fasta starfstíma, er ekkert annað en átu-
mein í þjóðfélaginu, liður í spillingunni. Sá, sem vinnur sóma-
samlega heefilegan dagvinnutima á rétt á fullneegjandi kaupi. En
hann á ekki að vinna svo slælega, að liann geti safnað þeim kröftum
við dagvinnuna, að hann eigi rétt á hærra kaupi fyrir eftirvinnu.
F.f menn vilja vinna eftirvinnu, og það telzt æskilegt, á kaupið að
vera óbreytt.
Nú er bæði vilji og vinnuþrek manna til líkamlegrar og andlegrar
vinnu harla misjafnt, þess vegna er réttmætt að beita ákvæðisvinnu,
þegar aðstæður leyfa. Ákvæðisvinna á að vera báðum aðilum til
ábata, og jjá er vel. En til j^ess að svo megi verða, þurfa taxtar að
vera samræmdir og á viti byggðir, en ekki dulbúin fjárplógsaðferð.
Reynslan hefur sýnt, að of fáir kunna að fara með tómstundir
sínar. Þess vegna ætti að athuga vel, að vinnutíminn verði ekki
gerður of stuttur.
Á íslandi eru verkefni ótæmandi. Þess vegna ber að fullnýta allt
vinnuafl ungra sem gamalla. Þá mun öllum vegna betur og afbrota-
faraldur unglinga stórminnka.
Þegnskylduvinnu unglinga ætti að taka upp. Það hefur verið
óhamingja jijóðarinnar að hafa ekki lögleitt hana fyrir löngu.
Einstaklingsframtak í Jjjóðhollum atvinnurekstri ber að styðja.
Reynsla allra tíma hefur margsannað, að þaðan er að vænta aðal-
undirstöðu velmegunar og framfara.
Við eigum að seilast eftir erlendu fjármagni til nýtingar á okkar
fáu náttúruauðlindum, að sjálfsögðu þó með þeim Iiætti, að yfir-
ráðin séu á valdi Islendinga og allar framkvæmdir séu sniðnar eftir
atvinnuháttum þjóðarinnar hverju sinni.
Gjaldeyrisöflun Jijóðarinnar hefur um langt skeið hvílt sem næst
eingöngu á útflutningi sjávarafurða. Hefur þar löngum oltið á
ýmsu og þó einkum í sambandi við síldina.
F.f miðáð er við tímann, síðan síldveiði hófst á íslandi, þá eru
góð veiðiár j raun og veru sárafá. Ef ég man rétt, þá má tala um
tvö veiðitímabil með allmörgum dauðum árum á milli. Á þessum
veiðitímabilum liafa komið örfá toppár, sent hafa gefið ofsatekjur