Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 21
HÚNAVAKA
19
á íslenzkan mælikvarða, en Iiafa jafnframt sett aðra atvinnuvegi úr
jafnvægi. Menn liafa jafnvel ekki fengizt á togaraflotann til þorsk-
veiða. Ungt fólk hefur á þessum mestu síldarárum ausið upp pen-
ingum. Hversu mikil gæfa hefur stundum fylgt þessu fé, þekkja
flestir áheyrendur mínir, ekki síður en ég í sambandi við síldina
Iiefur ríkið, fyrirtæki og einstaklingar fest miklar fjárhæðir í alls
konar húsbyggingum og mannvirkjum, er síðan hafa ýmist staðið
ónotuð eða lítið notuð árum saman, og jafnvel orðið að engu. Það
mun ekki hafa verið ofmælt, þegar einn kunnasti hagfneðingur
landsins vék að því ekki alls fyrir löngu, að síldin hefði stundum
skilið eftir auðn að baki sér. Það væri væntanlega auðvelt að safna
saman yfirliti yfir ,,brúttó“-tekjur síldveiðanna frá upphafi, en
væntanlega ókleift að gera yfirlit yfir tilkostnaðinn, bæði þann
beina og óbeina, eða yfir beint og óbeint tjón, sem aðrir atvinnu-
vegir og einstaklingar hafa beðið. En það hefði getað orðið fróðlegt
yfirlit til að vekja athygli á fallvaltleik fjárhættuspila.
Sem betur fer, er farið að renna upp Ijós fyrir hugsandi mönn-
um um traustari grundvöll fyrir fjárhagsafkomu þjóðarinnar, að
ekki sé nóg að setja allt traustið á þverrandi og brigðul fiskimið.
Á fslandi er rekið eitt fyrirtæki, sem er stolt þjóðarinnar, enda
hefur það vakið athygli meginhluta heims. Óþarft er að nefna
nafnið Loftleiðir, en það hefur sýnt og sannað, að ekki eru allir
íslendingar orðnir aukvisar.
Eins og margir hafa bent á, þá eru til fleiri verkefni en flug.
íslendingar hafa um stutt skeið stundað siglingar til fólks- og vöru-
flutninga, og svo að segja einungis til og frá landinu. Fyrir skömmu
síðan lét norski íslandsvinurinn Braathen í ljós undrun sína yfir
því, að íslendingar skuli ekki gera út skip til þjónustu við önnur
lönd. Sá maður mun vita hvað hann syngur á beim vettvangi.
Fáar þjóðir eiga slík jarðvarmaauðæfi sem fslendingar. Er meðal
annars lítt kannað, hversu mikil verðmæti felast í okkar fjölbreytta
hveraleir til heilsubótar í sambandi við leirböð. Er furðulegt, að
ekki skuli enn hafa verið byggt „luxus“ hressingarhæli fyrir erlenda
auðkýfinga á einhverju hverasvæðinu. Slík hæli gætu vafalítið aflað
mikils gjaldeyris. Það mundi reynast auðvelt að lokka erlendar,
móðursjúkar konur auðkýfinga, sem ekki telja eftir sér að „borga
brúsann", til að dveljast á slíkum hælum, ef hæfilegur munaður er
fyrir hendi. Sú er reynslan erlendis og það á stöðum, er ekki hafa