Húnavaka - 01.05.1971, Side 22
20
HÍINAVAKA
slíkt að bjóða sem íslenzku hverasvæðin, og þá líklega einkum
hveraleirinn.
Erlendir ferðamenn eru þegar farnir að færa okkur nokkurn
gjaldeyri, en ekki nema lítið brot af því, sem orðið gæti, ef þjóð-
inni Jróknaðist að búa sig undir umfangsmikla ferðamannaþjónustu.
Við getum fengið eins marga gesti og við viljum, ef við gerumst
þess umkomnir að taka á móti þeim. Það er sent sé ekki til nema
eitt ísland.
Við viljuni áreiðanlega ekki teljast til vanþróaðra þjóða, en ber-
um Jjó ótvíræð einkenni þess, að við séum í þeim flokki. Þar um
vitnar heimskuleg ofskipan á ýmsum þáttum stjórnmála, en van-
skipan á öðrum, vanskipan atvinnulífs og í því sambandi úrræða-
leysi um bjargræði þjóðarinnar. Má þar fyrst nefna, að meginlduti
framleiðslu landsmanna skuli fluttur sem hráefni á erlendan markað.
Með því er fleygt burtu óhemju gjaldeyri og mikilli atvinnu.
Við skulum ekki telja okkur trú um, að eitt og annað sé ekki
framkvæmanlegt vegna fjárskorts. Það er til nóg fjármagn í heim-
inum, sem liggur laust fyrir til arðvænlegra framkvæmda.
Oft heyrist Jjess getið, að við íslendingar búum við útmörk hins
byggilega heims, J^að sé jafnvel ekki búandi á Islandi, og heyrzt
liefur, að fjarstæðá sé að stunda hér landbúnað.
í Jjessu sambandi kemur mér í hug heimsókn bænda og landbún-
aðarfrömuða frá Norðurlöndum, er eitt sinn komu hér. Þeir ráku
upp stór augu, er Joeir ferðuðust um sveitirnar. Þeir sáu nýbygg-
ingar, landþurrkun, nýrækt og vélakost, allt í ríkari mæli en þeir
höfðu áður séð. Og Jieir spurðu: „Hvar fáið þið fé til alls þessa?
Engar peningastofnanir lána Jretta allt. Slíkt gæti ekki gerzt á hin-
um Norðurlöndunum. Við tökum við jörðunum ræktuðum og upp-
byggðum og þykjumst góðir, ef við getum lialdið þeim við“. Þetta
voru þeirra ummæli. Vissulega liafa íslenzkir bændur fengið mikil
lán og öðlazt óafturkræf fjárframlög frá ríkinu, en eðlilega liafa þeir
orðið að taka á eigin herðar stærsta hlutann af uppbyggingu landbún-
aðarins.
Á síðustu árum hefur verið lirópað liátt um þær fjárhæðir, sem
ríkið eyðir til styrktar landbúnaðinum. Þó eru þær sízt hærri en ger-
ist hjá sumum öðrum Jjjóðum Evrópu, þegar tekið er tillit til þess,
að hér á Islandi standa bændur í raun og veru í nýju landnámi, eins
og Norðurlandabændumir komu réttilega auga á. Að undanförnu
\