Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 23
HÚNAVAKA
21
hefur með meira móti verið gasprað um íslenzkan landbúnað af
þeim, senr litla eða enga þekkingu hafa á því máli. Til dæmis um
það má nefna, að tíðast er tekið undir eitt: framlag ríkisins til land-
náms og uppbyggingar landbúnaðarins annars vegar og framlagið
til framleiðslunnar hinsvegar.
Hér er ekki tími til að ræða landbúnaðarmál yfirleitt, en þá,
sem álíta ísland lítt hæft til landbúnaðar, vil ég upplýsa um það,
að grasvöxtur á vel ræktuðu túni hérlendis er litlu minni að magni
en gerist hjá nágrannaþjóðum okkar og er betri til fóðurs. A s. 1.
sumri fór ég austur í Arnessýslu með búnaðarmálastjóra Hessen-
fylkis í Þýzkalandi. Hann kvaðst aldrei hafa séð jafn fallegt gras og
hey eins og hann sá þar eystra.
Vörumarkaður getur verið duttlungum liáður, ekki sízt á vörum,
sem framleiddar eru í mörgum löndum og skapar því harða sam-
keppni. Á þessu höfum við íslendingar fengið að kenna. Sala á
öllum okkar sjávarafurðum og flestum tegundum landbúnaðar-
framleiðslunnar er þannig í fullkomnu öryggisleysi. Við getum
engu ráðið um markaðsverðið, aðeins haft nokkur áhrif, ef við get-
um boðið sérstaklega góða vöru. Ein undantekning er þó til. Islenzki
hesturinn á engan sinn líka og á því, enn sem komið er, engan
keppinaut á erlendum markaði á sínu sérsviði. Sú var tíðin, að hann
var mikið seldur í brezkar kolanámur. Nú mundu fáir kjósa hest-
um sínum slík örlög. Loksins fyrir fáum árum tókst Gunnari Bjarna-
syni, þáverandi hrossaræktarráðunaut, að vekja athygli útlendinga
á íslenzka hestinum sem fágætum reiðhesti. Síðan hefur lítið eitt
selzt af lirossum til útlanda, en yfirleitt fyrir allt of lágt verð. Eig-
um við sjálfir þar á stærstu sökina. í fyrsta lagi höfum við ekki
enn lagt áherzlu á að rækta til kynfestu þá eiginleika hestsins, sem
henta erlendum markaði, en það er úrslita atriði, þar sem flytja
verður hrossin út ótamin. í öðru lagi höfum við ekki kunnað að
selja. Við höfum gleypt við því verði, sem boðizt hefur, án þess að
athuga, að enginn kaupmaður bíður fram hæsta verð í fyrsta boði,
og við höfum ekki munað, að á hrossamarkaði höfum við enga er-
lenda keppinauta.
Ef allir hrossaframleiðendur tækju hrossarækt fyrir erlendan
markað alvarlegum tökum, leikur ekki vafi á að vinna mætti upp
öruggan og góðan markað, sem ekki þyrfti að verðbæta, eins og nú
gerist um flestar aðrar landbúnaðarafurðir.