Húnavaka - 01.05.1971, Síða 24
22
HÚNAVAKA
Hugsanleg markaðslönd fyrir íslenzka hestinn eru það fjölmenn,
að árleg sala á 10 til 20 þúsund hrossum í náinni framtíð í stað fárra
hundraða, eins og nú er, ætti ekki að vera fjarstæða. Hér er um
tekju- og gjalaeyrisstofn að ræða, sem getur oltið á mörgum hundr-
uðum milljóna af núverandi kotungskrónum. Ég held, að ráða-
rnenn á þessu sviði ættu að taka þetta til nánari athugunar.
Nú mun ég hafa hneykslað alvarlega alla þá, sem ekki mega sjá
hross í haga, en ég vil benda á, að áætlað er, að 0,8 til 1 milljón
hektarar mýrlendisséu til í landinu. Sauðfénaður lítur ekki við þess-
um mýrum að heitið geti, nema nokkra fyrstu daga gróandans, og
svo að vetrinum á þeim fáu stöðum, þar sem vetrarbeit er stunduð.
Hross þrífast aftur á móti vel á mýrum. Því ekki að girða þau þar
af? Mýrarnar koma yfirleitt að mjög litlum notum þar til þær verða
þurrkaðar. Því þá ekki að nota þær fyrir hross?
Loks má geta þess, að nú virðist vera að opnast mjög hagstæður
markaður erlendis fyrir íslenzkar gærur, loðkápur og aðrar ullar-
vörur.
í þessu rabbi hefi ég kornið svo víða við, að ekki hefur verið unnt
að gera neinu veruleg skil, enda var tilgangur minn ekki sá. Ég
vildi aðeins minna á nokkur mál hlustendum til athugunar.
Að lokum vil ég leggja sérstaka áherzlu á, að ekkert þjóðfélag á
framtíð í því að skammta þegnum sínum „skít úr hnefa“, þ. e. laun,
sem ekki fullnægja mannsæmandi lifnaðarháttum, með öðrum orð-
um, stunda hálfgert þrælahald, og að ekkert þjóðfélag þrífst á „flott-
ræfilsskap“, prettum ogsérhlífni eða leti.
í þessu rabbi hefur fátt verið frumlegt. Sumt af því hefur þjóðin
verið að tuldra í barminn, en ekki sagt upphátt. Ég hefi stundum
verið harðyrtur í krafti þess, að „sá er vinur, er til vamms segir“.