Húnavaka - 01.05.1971, Page 30
28
HÚNAVAKA
Á tímabili var mjög eríitt að íá fólk til þess starfs og er svo reyndar
enn. IJess vegna var um nokkur árabil leitað til mín víðs vegar að
úr héraðinu um að spila í kirkjum. Sum árin fór ég milli 6 kirkna
að meira eða minna leyti. Var þetta æði mikið og erilsamt starf og
aldrei friðarstund nokkurn helgidag, enda gafst ég upp á því og
liætti alveg að spila í kirkjum. Gerði öllum jafnt undir höfði með
það. Eitt árið skrifaði ég hjá mér hvað marga daga á árinu ég var
við messur og jarðarfarir, og reyndust þeir nær 70.
Við Blönduóskirkju hef ég starfað yfir 30 ár. Þar hef ég gegnt
flestum störfum, jró hef ég aldrei lagt út í prestsstarfið. í kirkju-
kórnum hef ég alltaf sungið, nema Jrann tíma, sem ég spilaði í
kirkjunni. Á seinni árum ltef ég einnig hringt og meðan ég var for-
maður sóknarnefndar kom fyrir, að ég varð að vera meðhjálpari.
— Hefur pú ekki kynnzt mörgum prestum i starfi pinu?
Jit, og allt hafa Jrað verið ágætismenn. Fyrsti presturinn, sem ég
kynntist var Lúðvík Knudsen á Bergsstöðum. Hann fermdi mig.
Mér er hann ákaflega minnisstæður maður. En ekki get ég gert upp
á milli þeirra mörgu presta, sem ég hef starfað með. Þeir voru mér
allir kærir.
Þó vil ég minnast þess, að ég var svo heppinn að vera forsöngvari
í Höskuldsstaðakirkju hjá Helga Konráðssyni í eitt ár. Hann var,
eins og öllum er kunnugt um, alveg sérstakur rnaður. Hann var
bæði mikill kennimaður og ljúfmenni. Einnig kynntist ég Birni O.
Björnssyni á Höskuldsstöðum. Séra Björn var mjög sérstakur mað-
ur og merkilegur að ýmsu leyti. Ég held, að tvímælalaust hafi verið
bezt sótt kirkja lijá honum, að jafnaði, af öllum Jreim prestum,
sem ég lief unnið með. Þar voru messudagar þriðja hvern helgidag
og það mátti heita, að aldrei félli niður messa, nema vegna veðurs.
Ég hef oft hugsað um það síðan, að sennilega liefur þessi góða
kirkjusókn átt rætur sínar að rekja til þess, að séra Björn var ákaf-
lega glaðvær maður og hafði oft skemmtilegar stundir með sóknar-
börnum sínurn eftir messu. Þegar hann hafði veitt kaffi, var iðulega
rýmt til og farið að dansa í stofunum á Höskuldsstöðum. Þó að
þetta stæði ekki lengi í hvert sinn, þótti unga fólkinu gaman að
þessu og það sótti líka hvað mest kirkju. Sumir, sem voru mjög
kreddufastir, hneyksluðust á þessu, en mér fannst ástæðulaust að
gera það.
— Hvenœr fórst pú að starfa með karlakór?