Húnavaka - 01.05.1971, Síða 31
HÚNAVAKA
29
Fyrsti karlakórinn hér í sýslu var stofnaður rétt eftir 1920. Hann
var oft nefndur sýslukór, annað nafn var honum ekki gefið. í hon-
um voru 12—14 söngmenn víðs vegar úr sýslunni. Fyrir stofnun
þessa kórs gengust systkinin Finnbogi Theódórs og Elín Theódórs,
sem jafnframt var söngstjóri. Æfingar fóru fram á Blönduósi. Vet-
urinn 1923 fluttist einn söngmaður kórsins burtu, var þá leitað til
mín og ég beðinn að koma í hans stað. Þá átti ég heima á Botna-
stöðum í Svartárdal og var því æði langt að fara gangandi á söng-
æfingar, 30 km leið. Ég gerði þetta samt, og vorum við fyrst tveir
framan úr Bólst.hlíðarhreppi, Gísli Pálmason á Æsustöðum og ég.
Bráðlega bættist sá þriðj i í hópinn, Gísli Jónsson á Eyvindarstöðum.
Ekki áttu þeir úr Vatnsdalnum styttri leið á æfingar en við. Það-
an átti lengst Kristinn Magnússon, sem þá átti heima á Guðrúnar-
stöðum. Venjulega hófst æfingin rétt eftir kvöldmat og stóð til
klukkan þrjú að nóttu og jafnvel lengur.
Kór þessi þótti mjög góður enda byggður upp af áhugamönn-
um. Hann mun hafa starfað á þriðja ár eftir að ég gekk í hann, en
hætti þá störfum, mest fyrir það, að Elín Theódórs fluttist burt, en
vandfenginn maður í hennar sæti. Ég veit ekki annað en við séum
aðeins þrír ofanjarðar af þeim, sem störfuðu í þessum kór. Við
Kristinn Magnússon í Kleifum og Bjarni Jónasson á Eyjólfsstöðum.
Árið 1925 var Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stofnaður og var
ég einn af stofnendum hans. Mun ég ekki rekja hans sögu, því að
hún hefur verið færð í letur í myndarlegu riti, sem gefið var út á
35 ára afmæli kórsins. í honum var ég átta ár eða þar til ég flutti
úr sveitinni til Blönduóss. Má þó reyndar segja, að ég sé þar kór-
félagi ennþá, því að ég var kosinn heiðursfélagi kórsins á 35 ára
afmæli hans. Hefir kórinn alla tíð sýnt mér óverðskuldaðan heiður,
sem ég er mjög þakklátur fyrir.
Það mun hafa verið 1944, að nokkrir menn hér á Blönduósi
fengu áhuga á að stofna hér karlakór. Fóru þeir þess á leit við mig
að taka að mér stjórn hans, og þar sem ekki var annarra kosta völ,
tók ég það að mér, þótt ég fyndi vanmátt minn til þess.
Fyrst var það tvöfaldur kvartett, sem nefndist Áttungar. Eftir
tvö ár var söngmönnum fjölgað og hlaut kórinn þá nafnið Karla-
kórinn Húnar. Flestir urðu söngmennirnir eitthvað yfir 20. Ég
var stjórnandi þessa kórs í 11 ár. Hann starfaði í 2 ár eftir það og
söng ég þá í honum, en var þá úr sögunni.