Húnavaka - 01.05.1971, Page 33
HÚNAVAKA
31
Fyrir um það bil 12 árum var Karlakórinn Vökumenn stofnaðnr,
undir stjórn Kristófers Kristjánssonar í Köldukinn. Með honum
hef ég alltaf starfað, fyrst sem leiðbeinandi og reyndi ég að miðla
þeim af reynslu minni frá liðnum árum, en nú síðari árin hef ég
sungið með þeim mér til skemmtunar.
— Hvenœr fórst þú að semja lög?
Það mun hafa verið 1928, sem ég gerði fyrsta lagið. Ég hafði að
vísu áður fiktað við það, en það rann út í sandinn og varð að engu.
Þegar ég fékk áhuga á aðskrifa þetta niður, gekk betur.
— Þú hefur samið lög, sem eru mikið sungin og vinsrel i hérað-
inu. Hvernig hafa þau orðið til?
Mitt þekktasta lag bygg ég vera Húnabyggð, sem ég gerði við ljóð
Páls Kolka. Ég man ekki bvaða ár það var, en ég lét Karlakór Ból-
staðarhlíðarhrepps hafa það. Þeir höfðu haft hug á að fá lag við
þetta erindi og æfðu það fyrstir manna. Síðan hefur þetta lag verið
mikið sungið í sýslunni.
— Já, það má segja, að það sé orðinn héraðssöngur i sýslunni. En
þú hefur samið mörg fleiri lög?
Þetta leitar á hugann og lætur mann ekki í friði stundum. Ég
hef samið nokkur, en hvað þau eru mörg veit ég ekki nákvæmlega.
Þau sem ég hef fest á blað munu vera milli 10 og 20.
— Hafa mörg þeirra verið œfð og sungin af kórunum?
Já, nokkur þeirra hafa verið sungin og sum þeirra eru þekkt
nokkuð víða, t.d. lagið Mánadísin við erindi Davíðs Stefánssonar.
Það gerði ég 1929 og minnist þess af þeim ástæðum, að það var
fyrst sungið við skrautsýningu í Bólstaðarhlíð. Þetta lag flaug víða
og var mikið sungið. Einnig hef ég samið lag við Hillingar, ljóð
eftir Pál Kolka.
— Ég hef heyrt, að það sé vinscelt lag eins og reyndar fleiri lögin
þin. Semur þú ennþá, ef eitthvað kemur i hugann?
Það kemur fyrir, og núna nýlega gekk ég frá einu. Einnig hef ég
raddsett mikið af lögum fyrir karlakóra, því að þau eru oft í þeim
búningi, sem karlakórar geta ekki farið með.
— Hvað getur þú sagt mér um þátttöku þina i öðrum félagsstörf-
um en söngstarfse?ninni?
Þegar ég fluttist hingað til Blönduóss var Verkalýðsfélag A.-Hún.
nýlega stofnað. Það var, eins og áður er getið, 1933, á kreppuár-
umim, atvinna lítil og kaupmáttur sömuleiðis lítill. Fyrsta haustið,