Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 34
32
HÚNAVAKA
sem ég var hér, var karhnannskaup við' sláturhúsið 45—50 aurar á
tímann. Sama kaup var á tímann, þótt unnið væri alla nóttina. Eg
gekk fljótlega í verkalýðsfélagið og var í stjórn þess á annan áratug.
Sat ég marga samningafundi með atvinnurekendum og smátt og
smátt þokaðist í rétta átt með kaup og kjarabætur. Það má því með
sanni segja, að þeir, sem enn eru uppistandandi af þeim mönnum,
er liáðu baráttuna á þeim árurn, hafi lifað tvenna tímana.
Árið 1939 var Iðnaðarmannafélag A.-Hún. stofnað. Ég var einn
af stofnendum þess. Átti sæti í stjórn þess í fulla tvo áratugi og hef
setið sem fulltrúi félagsins á mörgum þingum Landssambands iðn-
aðannanna. Á 30 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins var ég kosinn
heiðursfélagi Jress.
— Hefur ekkert dularfullt borið fyrir pig?
Það var fermingarvorið mitt, sunnudaginn fyrstan í sumri, að ég
fór vestur að Bólstaðarhlíð til spurninga. Það var frekar fátt fólk
við kirkju, en þó átti að messa. Séra Lúðvík hafði gist á Æsustöð-
um um nóttina, en Jrar var vetrarmaður, sem hét Garibaldi. Hafði
Lúðvík minnzt á það við hann, hvort hann kæmi ekki til kirkju
og hafði Garibaldi neitað Jrví. Þegar Pálmi á Æsustöðum er að
ljúka við að skrýða prestinn, lítur prestur út um gluggann og segir
við Pálma og svo hátt, að við, sem í innstu bekkjunum sátum,
heyrðum það mjög greinilega: „Þarna kemur þá Garibaldi. Hann
sagðist þó ekki ætla að koma til kirkjunnar“. Sagðist prestur hafa
séð liann koma heim stíginn að Bólstaðarhlíð. Rétt í Jjví er kirkju-
hurðin opnuð og inn kemur Jón Þorfinnsson, sem var heimilis-
maður í Bólstaðarhlíð og tilkynnir, að hann hafi fundið Garibalda
látinn, í rétt, fyrir sunnan fjárhúsin á Æsustöðum. Hætt var við
messuna, því.að þarna var fólk frá Æsustöðum, sem fór strax lieim.
Þetta atvik er mér í fersku minni.
— Maniist þú eftir nokkrum sérkennilegum mönnum?
Frá unglingsárum mínum man ég eftir ýmsum farandmönnum,
sem voru mjög sérkennilegir í háttum. Má þar nefna Guðmund
dúllara, sem víða fór um landið. Hann skrifaði ákaflega mikið og
skildi víða eftir sig skrifuð kvæði og annað slíkt. Það voru ekki
kvæði eftir hann, heldur ýmis kvæði, er hann hafði viðað að sér og
þótt góð. Samt bar hann við að yrkja, þó að sumt af þeim skáldskap
væri býsna skrítið. Ég man eftir ljóðabréfi, sem hann skrifaði Þuríði
ömmu minni, sunnan tir Fljótshlíð. Man ég aðeins tvær vísur úr þessu