Húnavaka - 01.05.1971, Page 36
34
HÚNAVAKA
ar langa. Hann tónaði eftir öllum prestum, sem liann hafði heyrt
til og hafði mikla og fallega rijdd. Tókst honum býsna vel að líkja
eftir þeim með tóni sínu. Hann þótti kátur og lífgaði upp, þar
sem hann kom.
Símon Dalaskáld ferðaðist mikið um, þó að ekki væri hægt að
segja, að liann væri förumaður. Hann seldi rit sín, en hann gaf
mikið út af ljóðum og rímum eftir sig. Hann var feikna vel hag-
mæltur. Það gátu runnið upp úr honum vísur alveg viðstöðulaust
í lengri tíma. Það var iðulega, að hann orti í einni lotu um allt
heimilisfólkið.
— Hvernig likar þér, Guðmann, við nýja tímann?
Ja, mér líkar að mörgu leyti vel við hann. Það er ekkert svipað
að lifa nú á tímum eða var á mínum uppvaxtarárum. Þá liefði ekki
nokkur maður getað trúað þeirri breytingu, sem nú er á orðin. Það
hefði verið álitinn skáldskapur.
— Þú hefur nokkrum sinnum setið sýslufund á siðari árum og
með þátttöku þinni í margvíslegum félagsmálum, sem ekki verður
frekar rakið hér, hefur þú kynnzt málefnum héraðsins. Þegar þú
nú litur fram á veginn, hvað telur þú horfa mest til framfara fyrir
byggðarlagið?
Ég veit varla hvað skal nefna. Það er svo margt, sem þarf að hald-
ast í hendur. Hér er allt of lítið af fyrirtækjum, sem skapa atvinnu,
þó að það séu þegar nokkur. Iðnað þyrfti að auka stórlega. Hann
er líklegastur til þess að geta lyft Blönduósi nokkuð verulega.
Að síðustu er mér efst í huga þakklæti til hinna mörgu samferða-
manna, sem ég hef unnið með á langri ævi, við margvísleg störf.
Þá sneri ég.máli mínu til konu hans, Óskar Skarphéðinsdóttur,
og beindi nokkrum spurningum til hennar:
— Hvar fceddist þú og hverjir voru foreldrar þinir?
Ég er fædd á Mörk á Laxárdal. Móðir mín var Halldóra, dóttir
Jóns Þorsteinssonar frá Gilhaga í Skagafirði, og Óskar Guðmunds-
dóttur frá Brún í Svartárdal. Faðir minn var Skarphéðinn, sonur
Einars Andréssonar, sem oft var kenndur við Bólu í Skagafirði, og
Margrétar Gísladóttur, sem ættuð var úr Fljótum.
— Hvað einkenndi föður þinn mest?
Ef ég á að segja í fáum orðum hvað einkenndi föður minn helzt,
kemur mér fyrst í hug. Hann var hagur maður svo að af bar, hafði