Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 37
HÚNAVAKA
.Hf)
sterka andúð á hjátrú og hindurvitnum, var glaðvær, greiðvikinn
og svo veitull, að það var ot't um efni fram. í því voru foreldrar
mínir mjög samhent.
í fjarlægum héruðum, hef ég tvisvar notið ókeypis fyrirgreiðslu.
Þegar ég innti eftir liverju það sætti, að ég mætti ekki launa svo
góðan greiða, svaraði fólkið, að þetta væri sízt of mikið fyrir góðar
viðtökur og hjálp, sem því hafði verið veitt á heimili foreldra
minna.
— Mannstu eftir nokkru atviki, sem lýsir, hve fús faðir þinn var
að greiða götu þeirra, sem til hans leituðu?
Já, ég minnist þess. Á síðustu búskaparárum foreldra minna á
Mörk, var það eitt sinn um túnasláttinn, er langvinn votviðri höfðu
gengið, og mikið af túninu var í flekkjum og votri ljá. Fyrsta þurrk-
daginn var góður blástur og glaða sólskin, og var því snemma
byrjað að snúa heyinu. Foreldrar mínir voru ein við heyskapinn,
því að þetta sumar höfðu þau kaupamann aðeins að hálfu.
Nokkru eftir dagmál kom sendimaður frá Refsstöðum með boð
frá bóndanum þar, að hann bæði föður minn að koma út eftir, hús-
móðirin væri fárveik og eitthvað fleira af fólkinu að veikjast. Það
var ekki glæsilegt að hætta við heyþurrkinn, þegar svo fáliðað var,
en ekki voru höfð mörg orð um það. Foreldrar mínir gengu heim
til bæjar, hún til að bera fram handa gestinum, hann til að tygja
sig til ferðar. Veikindin á Refsstöðum reyndust vera taugaveiki,
og kom sér vel, að hún þekktist svo fljótt, því að eins og kunnugt
er, þá er taugaveiki bráðsmitandi. Ekki lögðust fleiri heimamenn
á Refsstöðum, enda var þetta þrifnaðarheimili og nákvæmlega
farið eftir þeim ráðleggingum, sem faðir minn gaf um meðferð
sjúklinganna.
Ovíst er hvernig farið hefði, ef faðir minn hefði neitað að fara
að Refsstöðum þennan dag, því að oft var dregið í lengstu lög
að vitja læknis. Enda tók það langan tíma að fara á hestum til
Blönduóss og engin vissa, að læknirinn væri heima, þótt hans væri
vitjað.
— Hvað taldi faðir þinn, að vœri orsök þess, að galdraorð lagðist
á föður hans?
Hann taldi, að það stafaði af hjátrú og fáfræði fólks. Á þeim árum
voru þeir taldir göldróttir, sem höfðu aflað sér meiri þekkingar en
almennt gerðist eða höfðu það, sem nú er kallað, dulræna hæfileika.