Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 38
H Ú N AVAKA
36
En þá virðist Einar liata liaft í ríkum mæli. Eina sögu sagði faðir
minn mér til marks um það, hvað lítið þurfti til þess að fólk teldi
það galdra, sem það kunni ekki skil á.
Það var á mannfundi á Höskuldsstöðum, að mönnum varð tíðrætt
um galdra og lögðu fast að Einari að sýna þeini eitthvað slíkt. Lét
liann tilleiðast og tók silkiklút, sem þá var títt að konur notuðu í
kirkjuferðum. Hann gekk afsíðis með klútinn, kom svo inn aftur,
brá honum ylir ljós, og viti menn, bláir logar léku samstundis um
klútinn. Einar var þá handfljótur, dró klútinn um greip sér og
slokknuðu þá logarnir. Breiddi þar næst úr klútnum og sýndi við-
stöddum, að klúturinn var með öllu heill og óbrunninn. Má geta
sér til, að minna en þetta hefur þurlt til þess að styrkja það galdra-
orð, er af F.inari ala fór.
Ég spurði föður minn: Hvernig fór gamli maðurinn að þessu. —
Svarið var einfaldlega: Hann vætti klútinn í vínanda.
— Hejur pú heyrl, að afi pinn hafi sjdlfur látið i pað skina, að
hann kynni eitthvað fyrir sér?
Nei, síður en svo. En ég hef heyrt, að eitt sinn er afi minn sat
brúðkaupsveizlu vestur í Svínavatnshreppi, hafi presturinn á Auð-
kúlu beint þeim orðum til hans, að liann væri af mörgum talinn
galdramaður. Þykktist ali minn mjög mikið við og sagði, að sá
orðrómur væri algjörlega tilhæfulaus.
— Hvað getur pú sagt. mér til marks urn dulræna hæfileika afa
pins?
Saga er til um það, að haust eitt kom að Þorbrandsstöðum til
Einars, unglingspiltur. F.kki er mér kunnugt um erindi lians, en
Einar bauð honum til baðstofu og lét konu sína vita um gestkom-
una. Húslreyja átti mjög annríkt við sláturgerð og spurði bónda
sinn, bvort liann hefði þurft að vera að bjóða þessum strák inn.
Taldi sig engan tíma hafa til þess að sinna slíkum gesti.
Þá svaraði F.inar: Þú átt nú eltir að hafa meira sarnan við þennan
pilt að sælda. Hann verður seinni maðurinn þinn.
Margrét var síðari kona F.inars og miirgum árum yngri en hann.
Lifði hún mann sinn og giftist síðar þessum pilti, sem var lienni
svo hvimleiður gestur í annríki haustdaganna á Þorbrandsstiiðum.