Húnavaka - 01.05.1971, Síða 42
40
HÚNAVAKA
boðar til fundar um málið að Hótel Blönduós. Mætti liann á fund-
inum ásamt fræðsluráði sýslunnar og formönnum skólanefnda. —
Hvorttveggja þó með undantekningu. Fræðslumálastjóri gat ekki
mætt á fundinum sökum fjarveru af landinu, en sýslumaður, Jón
ísberg, sat fundinn og tók þátt í störfum hans.
Þegar á þessum fundi er hafin saga byggingar heimavistarbarna-
skóla fyrir Austur-Húnavatnssýslu, því að strax og einróma er sam-
þykkt ályktun af fræðsluráði, er ntarkar þá stefnu, sem síðan hefir
verið farið eftir. Ályktunin var svohljóðandi:
„Fræðsluráðið lítur svo á, að brýn nauðsyn sé að hefjast handa
um byggingu heimavistarbarnaskóla að Reykjum á Reykja-
braut, fyrir alla sveitahreppa sýslunnar. Ákveður fræðsluráð
að tilnefna þriggja manna nefnd til að undirbúa þetta mál og
vinna því fylgi heima í hreppunum".
í nefndina voru kosnir: Jón ísberg sýslumaður, Sigurður Þor-
björnsson Geitaskarði og Grímur Gíslason í Saurbæ.
Nefnd þessi tók strax til starfa. Kynnti sér byggingu og rekstur
heimavistarbarnaskóla og samdi greinargerð þar um. Var sú greinar-
gerð lögð fyrir fund, er Fræðsluráð boðaði 15. júní 1962 á Blönduósi,
og mætti þar Stefán Jónsson námsstjóri og hreppsnefndaroddvitar
allra sveitahreppa sýslunnar, auk fræðsluráðsins.
Fundur þessi afgreiddi ályktun svohljóðandi:
„Sameiginlegur fundur fræðsluráðs A.-Hún. og oddvita sveita-
hreppa héraðsins, haldinn á Blönduósi 15/6 1962, telur brýna
nauðsyn bera til þess að hafizt sé handa hið aJra fyrsta, um
byggingu sameiginlegs heimavistarbarnaskóla fyrir sveita-
fræðsluhverfin í sýslunni, að Reykjum á Reykjabraut".
Fundurinn kaus þriggja manna undirbúningsnefnd, þá Jón ís-
berg sýslumann, Sigurð Þorbjörnsson og Grím Gíslason.
Með afgreiðslu þessa fundar má segja, að málið sé komið á fram-
kvæmdastig, þar sem það er, að nokkru, hér á eftir í höndum sveita-
stjórna viðkomandi hreppa, þar sem þær bindast samtökum um
byggingu heimavistarskóla að Reykjum á Reykjabraut. En fræðslu-
ráð sleppir ekki hendi af málinu og formaður þess, sr. Pétur Þ.
Ingjaldsson, boðar næsta fund 7. janúar 1963 og mætti þá undirbún-
ingsnefndin, auk fulltrúa fræðsluráðsins.