Húnavaka - 01.05.1971, Síða 44
42
HÚNAVAKA
son arkitekt. Nefnd þessi ákvað, í samráði við fræðslumálastjóra, liús-
næðisþörf væntanlegs skóla, skilafrest tillagna og verðlaunaveitingar.
Alls bárust 10 tillöguuppdrættir og á fundi þ. 12. ágúst 1964 úr-
skurðaði dómnefnd að tillaga merkt nr. 10 „hefði yfirburði hvað
snerti hagkvæmni og rúmmál bygginga“ og veitti henni 1. verð-
laun kr. 75.000,00. Höfundur tillögunnar reyndist ungur Reykvík-
ingur, Björn Ólafs arkitekt, en hann dvaldi þá suður í París. Er
skemmst frá því að segja, að Björn Ólafs er höfundur að fyrirkomu-
lagi þeirra bygginga, er hér hafa risið og eiga að nokkru leyti eftir
að rísa, samkvæmt áætlun um skólann tullíjerðan.
Kom Björn hingað norður í okt. 1964 og athugaði staðliætti á
Reykjum. Þann 16. okt. liélt undirbúningsnefndin fund með arki-
tektinum og gerði J)ar við hann samning um að gera fullnaðar
teikningu að skólanum og um launakjör þar að lútandi.
Vann Björn að teikningum veturinn 1964—1965, en lékk snemma
vetrar samþykki heimaaðila til þess að taka sér til hjálpar og í sam-
vinnu frk. Sigurlaugu Sæmundsdóttur arkitekt, og unnu þau sam-
an að teikningum um nokkurt skeið.
Um þessar mundir hafði fallið dómur Hæstaréttar um það, að
Páll bóndi á Reykjum ynni til sín hitaréttindi þau, er sýslan hafði
keypt 1945, en nokkuð samhliða gaf hann samþykki sitt til þess að
hefja mætti hvers konar framkvæmdir við skólabyggingar á Reykj-
um og sýndi ótvírætt með því, að hann var hlynntur skólabyggingu
á jörð sinni.
Á fundi, er undirbúningsnefnd hélt 5. apríl 1965 með starfandi
arkitektum skólans og verkfræðingum frá Verkfræðistofunni Hönn-
un voru mikil ráð ákveðin: Boðin skyldi út íbúðarálma skólans til
byggingar undir tréverk og heimavistin vera fyrir 80 nemendur. Þá
var einnig ákveðið um neyzluvatnsból staðarins í svokölluðum Dý-
hól, hér skammt frá, og er þar bæði mikið og gott vatn.
Taldi nú undirbúningsnefnd starfi sínu lokið og ákvað að boða
oddvita aðildarhreppanna á fund Jj. 9. apríl 1965 til þess að bygg-
ingarnefnd yrði kosin. Boðaði sýslumaður þennan fund. Mættu
J^ar oddvitar úr sex af átta sveitahreppum sýslunnar, það er Engi-
hlíðarhreppi, Bólstaðarhlíðarhreppi, Svínavatnshreppi, Torfalækj-
arhreppi, Sveinsstaðahreppi og Áshreppi, en Vindhælishreppur og
Skagahreppur höfðu ákveðið að standa utan við samtök um bygg-
ingu skólans og er svo enn. Engu var þó breytt um stærð skólans