Húnavaka - 01.05.1971, Síða 45
HLINAVAKA
48
vegna þessarar afstöðu, enda uni fánienna lireppa að ræða. Er það
trú margra <>g vilji skolayfirvalda, að þessir tveir hreppar gangi inn
í samstarfið hér á Reykjum fyrr eða síðar, enda virðast liníga að því
öll rök.
Á fundi þessum gerði sýslumaður grein fyrir reiknaðri kostnaðar-
skiptingu hreppanna við bygginguna, sem þ<> var ekki ákveðin að
sinni, en undirbúningskostnaður hafði í árslok 1964 numið um
580 þúsundum króna.
Ákveðið var, að kjörnir oddvitar hinna sex aðildarhreppa skipuðu
bygginganefnd skólans, og kusu þeir (irím Gíslason, oddvita Ás-
hrepps, formann nefndarinnar, en Torfa Jónsson, oddvita Torfa-
lækjarhrepps, gjaldkera. Hafa báðir þessir menn gegnt þessum
störfum síðan, enda þótt sá lyrrnefndi gengi úr sveitarstjórn hrepps
síns á s.l. vori.
Fór nú að draga að verklegum Iramkvæmdum. 15. ágúst þetta ár,
þ. e. 1965 semur byggingarnefnd við Kristján Gunnarsson og Þór
Þorvaldsson byggingameistara á Blönduósi að annast byggingarfram-
kvæmdir, sem var að gera grunn undir íbúða- og heimavistarálmu
skólans. Annaðist Þór Þorvaldsson þetta verk, sem þó varð ekki
lokið þá um sumarið. Nam byggingarkostnaður um 2 millj. króna
í árslok 1965.
Á árinu 1966 reis íbúða- og heimavistarálma skólans. Samkomu-
lag varð milli Páls Kristjánssonar bónda á Reykjum og formanns
bygginganefndar um það, að gerðardónntr mæti hitaréttindi á
Reykjum skólanum til handa. Hófust þá og umræður um að fá raf-
magn leitt að skólanum.
Á árinu 1967 reis kjarni byggingarinnar, j>. e. sá hluti, er við
erum nú stödd í og tengir aðra hluta hennar saman. Einnig var skóla-
álman byggð.
Gerðardómur um hitaréttindi var birtur 8. júlí og ákvað liann,
að skólinn skyldi greiða kr. 200 þúsund fyrir það vatn, sem þá var
tiltækt á Reykjum, en kr. 290 þúsund fyrir þá viðbót, sem þyrfti að
fást við borun og skyldi hún kostuð af skólanum.
Reiknað var með, að skólinn þyrfti 2i/£ lítra af 75° heitu vatni til
sinna nota, en jarðeiganda skyldi tryggður \/2 sek./lítri. Mál þetta
byggðist á og miðaðist við verð húsakyndingarolíu, sem þá var kr.
1,67 pr. lítra. f nóvember 1967 var borun lokið og nam vatnsmagnið
4\/2 sek./lítra af 66—67° heitu vatni. Þýddi Jjað, að skólinn þyrfti