Húnavaka - 01.05.1971, Side 46
44
HÚ N AVAKA
að lá 3,13 sek./lítra til þess að lá sama varmamagn og gerðardómur-
inn ákvað, en í honum eru ákvæði um, að skólinn hali forkaupsrétt
að heitu vatni á Reykjum, eftir því sem þörf hans krefur. Meðan á
borun og virkjun jarðhitans á Reykjum stóð, varð hækkun á olíu-
verði og orsakaði það, að endanleg greiðsla til jarðareiganda varð
570 þús. kr. í stað 490 þúsund, samkvæmt áður sögðu, en inn í þess-
um réttindakaupum var kalt vatn innifalið, en því var áður lýst,
að það væri mjög gott.
Árið 1968 var svo unnið að byggingunni með tilliti til þess að
kennsla hælist í skólanum haustið 1969, þótt allmikill hluti bygg-
ingarinnar væri þá ógerður. í samvinnu við eigendur jarðanna
Tinda og Orrastaða, t(')kst seint á árinu að fá raflínu lagða að skól-
anum með því að aðilar lögðu fram bráðabirgðalán kr. 750 þús.,
sem þegar er nú larið að endurgreiða af ríkinu. Þarf ekki að ræða
um hversu þetta var mikilsverður áfangi í uppbyggingu ské)la-
setursins.
Eg mun nú fara fljótt yfir sögu, því að þið eruð henni kunnug,
meira og minna. Kennsla hófst hér haustið 1969, eins og ætlað hafði
verið, enda þótt eftir sé að byggja eina af þrem höfuðálmum skól-
ans, skólastjórahús, bílskúra og sérstakt heimavistarhús fyrir ungl-
ingadeild. Ekki er enn gengið frá lóð skólans, sem er 5 ha., en
sundlaug hefir verið gerð hér síðustu dagana og fellur hún ekki inn
í teikningar enda er hún bráðabirgðalausn, sem þótti sjálfsögð, til
þess að bæta úr brýnni þörf, en reynslan sker úr um varanleika
hennar.
Marknriðið er: Skóli fyrir 120 nemendur hér á Reykjum og
kennslurými er þegar til staðar fyrir þá tölu nemenda, Jrótt annað
húsnæði vanti að nokkru eða öllu leyti, þar sem heimavistin rúmar
aðeins 80 nemendur og mötuneytisaðstaða er nú í húsnæði, sem
ætlað er til annarra nota síðar. Má þó segja, að nú þegar sé aðstaða
hér í skólanum á ýmsa lund mikið góð.
Skal nú í stuttu máli getið þeirra aðila, sem mest hafa fjallað um
Iramkvæmdir þessa skóla:
Ég hefi áður getið þess, að Björn Ólafs hefði verið arkitekt við
bygginguna og honum til aðstoðar um tíma Sigurlaug Sæmunds-
dóttir. Eftir að Björn livarf af landi burt hefir Hróbjartur Hróbjarts-
son arkitekt unnið störf hans með samþykki byggingarnefndar. Alla