Húnavaka - 01.05.1971, Síða 48
II Ú N AVA KA
'Hi
liefir Bjarni annast verkið einn síðan. Múrhúðun önnuðust að mestu
Haraldur Hróbjartsson og Ragnar Guðniundsson, múrarameistarar
úr Skagafirði, en málningu Guðbjartur Þ. Oddsson, málarameistari,
Blönduósi. Innréttingu í Kjarna gerði trésmíðaverkstæði á Siglu-
lirði, en Fróði h.f., Blönduósi, í aðra hluta byggingarinnar. Hús-
gögn eru að mestu keypt af Stálhúsgagnagerð Steinars Jóhannssonar,
Reykjavík.
Byggingarnelnd tók þá stefnu strax í upphafi að kaupa alla þjón-
ustu og vinnu úr heimahéraði, að iiðru jöfnu. Hefir það verið gert.
Vil ég nú þakka öllu því fólki, er hér hefir verið nefnt, svo og öll-
um öðrum, og þeir eru margir ónafngreindir, fyrir verk sín. Vona ég
þó, að enginn misvirði, þótt þess sé getið, að Einar Evensen er tví-
mælalaust sá maður, er mest hefir þurft að leita til og oftast leyst
vandann í sambandi við framkvæmdir hér, en ég held, að það sé
almannarómur, að þær séu vel gerðar.
Þá er mér ljúft og skylt að þakka samstarf og fyrirgreiðslu opin-
berra aðila, sem ég fullyrði, að hefir verið mjög velviljuð í garð
okkar Húnvetninga. Þingmenn kjördæmisins, fjárveitinganefnd Al-
þingis, ráðherrar menntamála, fjármála og raforkumála, ráðuneytis-
stjórar, fræðslumálastjóri, íþróttafulltrúi, fjármálaeftirlitsmaður
skóla, deildarstjéirar og byggingaeftirlitsmaður Menntamálaráðu-
neytisins, námsstjórar, forstöðumenn lánastofnana o. fl., o. fl.
Þess er í upphafi getið, að Stefán fónsson námsstjóri hefði boðað
fyrsta fundinn í héraðinu um skólabyggingu hér að Reykjum. Hann
er nú látinn og auðnaðist ekki að vera hér staddur á hátíðisstund, en
við minnumst lians með þakklæti.
Ég vil geta þess og þakka, að Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi
Reykjavíkurborgar hefur verið þessum skóla ráðhollur og óþreytandi
að leiðbeina í sambandi við búnað skólans og frændi hans hér,
heimamaður í héraði, Guðmundur Bergmann í Öxl, sá um eftirlit
með framkvæmdum um tíma.
Þá vil ég að lokum óska þeim hjónum hér á Reykjum, Sólveigu
og Páli, til hamingju með það hlutskipti, sem þau eiga og verður
ógleymanlégt í sambandi við byggingu þessa skóla. Að þau létu þau
grundvallarréttindi af hendi, er ein gátu sameinað sýslunga þeirra
um þetta stóra átak. Smávegisdeilur gleymast aftur á móti fljótt,
og jafnvel þótt fast hafi verið deilt á stundum.
Persóntdegar þakkir mínar vil ég svo leyfa mér að færa samstarfs-