Húnavaka - 01.05.1971, Page 49
HÚNAVAKA
17
mönnum mínum, fyrst í undirbúningsnefnd, þeim ]óni ísberg sýslu-
manni og Sigurði bónda á Geitaskarði, og síðan í bygginganefnd,
þeim oddvitunum Bjarna Ó. Frímannssyni, Jóni Tryggvasyni, Guð-
mundi B. Þorsteinssyni, Torfa Jónssyni og Baldri Magnússsyni, er
óg liefi lengst starfað með, — og einnig þeim, sem komu inn í nefnd-
ina á þessu ári, þeim Bjarna Jónassyni og Gísla Pálssyni. Sérstaklega
vil ég þó þakka þeim manninum, er mest hefir livílt á og ég hefi haft
mest samskipti við, en það er Torfi Jónsson oddviti á Torfalæk.
Starf hans er orðið bæði mikið og gott.
Með byggingu þessa skóla liefir verið gert stórt átak í menningar-
málum þessa liéraðs. Átak, sem vakið hefir athygli alþjóðar.
Byggingin sjálf er stílfögur og þjónar tvímælalaust vel tilgangi
sínum. Hún er að ýmsu leyti frumleg og fersk og hefir það orsakað
efasemdir og umtal fólks. Óhöpp þau, sem komu fram á s.l. vetri við
gluggabúnað hússins gáfu þessum efasemdum og umtali byr, en ég
spyr: Hver er sú stórbygging, sem með öllu hefir sloppið við mistök?
Og ég get glatt ykkur með því, að á þessu hefir nú verið ráðin bót,
eins og þið sjálfsagt vitið.
Höfum við heimamenn ef til vill aldrei fundið betur velvilja for-
svarsmanna ríkisins, en einmitt í þessu vandamáli.
Þessi skóli hefir hlotið nafnið Húnavellir. Höfundur þess er skóla-
stjórinn, Sturla Kristjánsson.
Húnavellir kosta í dag sem næst 38 milljónum króna. Af því
greiða aðildarhrepparnir 6,25% eftir reglum, sem settar voru af
byggingarnefnd, en ríkissjóður 75%, samkvæmt gömlu skólakostn-
aðarlögunum. Það sem hér eftir verður gert, fellur sennilega undir
nýju lögin um greiðsluhlutföll og skal ekki farið út í það hér, en
tvímælalaust er það þó mikið happ að vera komin þó þetta áleiðis.
Húnavellir hafa nú byrjað annað starfsár sitt. Byrjunin lofar
góðu, og ég er sannfærður um, að fólkið í héraðinu sér ekki eftir
því, sem það leggur á sig til þess að greiða sinn hluta þessa mennta-
seturs, sem á að tryggja börnum og ungmennum aukinn menningar-
þroska.
Fyrir hönd byggingarnefndar afhendi ég skólanefnd Húnavalla
skólann til starfrækslu og óska þess, að blessun megi fylgja starfi lians
um alla framtíð.