Húnavaka - 01.05.1971, Page 55
HÚNAVAKA
53
gæta skyldi liestanna, svo að ekki hlytist af slys eða vandræði. Helzt
var hallazt að því ráði, að hryssurnar mundu gæta þeirra bezt.
Kaffihlé: Það var fundarstjórinn, sem talaði. Menn urðu fegnir
frelsi og beina, kliður færðist aftur um salinn, blandaður hált niður-
byrgðum hlátri lítt ábyrgra ungæðinga.
Menn neyttu vel góðra veitinga og voru allkátir. Bæði mátti heyra
þar talað um fundarhöld og fénaðar, ásamt meinlitlum grínsögum
ogbröndurum um náungann.
Fundi er fram lialdið.
Óheyrileg eru gjöldin orðin og alltaf að liækka, sagði sjúkrasam-
lagsstjórinn.
Þá lutu gætnari menn höfði til samþykkis.
Merkilegt er livað menn gera við vitið oft og tíðum, sagði Víð-
kunnur lrá Stað, að þeir skuli aldrei geta skilið, að þurrefnismagn
mjólkur er í beinu iilutfalli við mjólkurfituna.
Þá leit upp fundarritarinn, strauk sér með gætni um nef og augu
eins og hann væri að velta því fyrir sér, hvort þetta ætti lieima í
gjörðabók hreppsins.
Hugsa aldrei nema um stundarhag og einhvers konar kapítalisma,
liélt hann áfram.
Hættu þessari vitleysu, sagði þingmaðurinn.
Hættulegastir eru þeir, sem mestu ráða. hélt hann enn áfram.
Það líður á fundartímann, sagði oddvitinn.
Kaupmáttur launa snarliækkar núna, sagði Víðkunnur.
Skeleggur er liann alltaf, sagði bóndinn á Kjálka.
Fundi er slitið, sagði oddvitinn.