Húnavaka - 01.05.1971, Síða 57
JÓN ÍSBERG:
a
lfstæéi íslenzk
rar
Erindi flutt á héraðsfundi Húnavatnsprófastsdœmis 25. október 1970.
Það er upphaf laga vorra, að allir menn skulu kristnir vera liér á
landi og trúa á einn guð, föður og son og heilagan anda. Þetta er upp-
hafsorð kristinnalagaþáttar Grágásar, sem er fyrsti þáttur hennar,
og að sögn, hófust Úlfljótslög á kafla um hina lieiðnu trú og liofa-
skipun.
í núgildandi stjórnarskrá lýðveldisins eru ákvæði í 62. gr. um, að
hin evangeliska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á íslandi, og
skuli ríkisvaldið að því leyti styðja liana og vernda, en breyta má
því með lögum.
Það hafa því verið í lögum, frá upphafi íslandsbyggðar, ákvæði
um trú eða ákveðinn trúarsið, án þess þó að ætíð hafi farið saman
yfirstjórn þessara rnála, enda átti kaþólska kirkjan í brösum við hið
veraldlega vald, sem náði hámarki með aftöku Jóns biskups Ara-
sonar. Þá tókst veraldlega valdinu að brjóta sjálfstæði kirkjunnar
á bak aftur og klófesta eignir hennar, sem voru miklar í lausum
aurum og fasteignum. Síðan þá hefir íslenzka kirkjan verið upp á
ríkisvaldið komin með fjárhag sinn. Fyrst var það kóngurinn, og
síðan ríkisstjórn og alþingi. Og við skulum gera okkur grein fyrir því,
að kirkjan er ekki aðeins fjárliagslega háð ríkisvaldinu, heldur skipar
pólitískur ráðherra presta hennar, að vísu oftast eftir úrslitum
prestskosninga, en dæmi eru um annað. Ég viðurkenni, að ég hefi
ekki kannað, hvort alþingi geti haft áhrif á kenningar kirkjunnar,
en til gamans má minna á umræður í Noregi, fyrir um tveimur ára-
tugum, um hvort afnema ætti helvíti með lögum, þ. e. a. s. hvort
kirkjan ætti að hætta við útskúfunarkenninguna. Nú ætla ég ekki
að hætta mér inn á þá braut að ræða kenningar kirkjunnar, nema
óbeint. Bæði er það of viðkvæmt efni svo og brestur mig fræðilega
þekkingu. Ég er heldur ekki að boða aðskilnað ríkis og kirkju, því
að ég lít svo á, að lifandi kirkju- og trúarlíf sé öllum mönnum nauð-
synleg, og sé raunar hornsteinn alls mannlegs samfélags. Ég veit, að