Húnavaka - 01.05.1971, Side 58
56
HÚNAVAKA
ég móðga einhverja, þegar ég segi, að höfuðatriðið er ekki að trúa á
einn guð og Jesú Krist, heldur að trúa á guð eða guði, sem búa yfir
þeirri vizku, getu og kærleika, sem dauðlegum mönnum er ofvaxið
á því stigi, sem þeir eru nú, sem auk, þess má leita til styrktar í erfið-
leikum og þegar háska ber að, að ógleymdu erfiðasta hlutskipti
mannanna, þegar lífi okkar er lokið hér á jörð. Öllum mönnum
er í blóð borin þörfin fyrir trú, misjafnlega mikil eftir þekkingu
og getu. Vanþróaði maðurinn notar, ef svo má að orði komast,
meira trú sína en menntaður maður, sent veit um eðli og orsakir
fjölda atriða, sem hinn þekkingarsnauði telur yfirnáttúrlega. Heilsu-
hraustur góðborgari í velferðarríki hugsar minna um trú en t. d.
sjómaður (og aðstandendur lians), sem stöðugt á í höggi við ótrygg
veður, þar sem hreysti og vit má sín oft á tíðum lítils. Enda gera
þær stjórnmálastefnur, sem afneita guðdóminum, sér Ijósa trúar-
þörf manna, en vilja aðeins beina henni, að dauðlegum forustumönn-
um viðkomandi flokks. Þess vegna er það ekki gert til þess að móðga
einn eða neinn, eða ganga fram af honum, er ég segi, að aðalatriðið
sé ekki, hvað við köllum guðdóminn, heldur að honum sé sýnd við-
eigandi lotning, enda trúum við því, að aðeins sé til einn guð, og
þær þ>jóðir, sem ekki þekkja okkar guð, biðja raunar til hans, þótt
þær k&ili hann annað og fari ekki sömu leiðir og við. Þetta hér að
framan kemur málinu ekki beint við, ég set það aðeins til þess að sýna
fram á, að kirkju- og trúarlíf er þjóðum nauðsyn, ef vel á að farnast.
Það sem ég er aÖ-Vekja athygli á, er að mér finnst kirkjan of háð
þinu veraldlega valdi. Á undanförnum árum hafa að vísu setið
í ráðherrastóli, sem kirkjumálaráðherrar, menn, sem hafa verið vel-
viljaðir kirkjunni, en það tryggir ekki framtíðina. Kirkjan er varan-
leg stofnun, sem hugsar í öldum en ekki í árum. Þeir tímar geta
komið, að kirkjumálaráðherranum finnist óþarflega margar kirkjur,
óþarflega margir prestar og óþarflega miklu fé veitt til trúmála.
Það eru nú til stórar þjóðir, sem beint eru aldar upp við guðleysi,
og við þá, sem kynnu að segja, að það geti ekki skeð hér, vil ég
minna á, að hér eru til hópar, sem telja rauða kver Maós boða
allt, sem maðurinn þarf að vita. Kirkjan getur auðvitað ekki úti-
lokað skoðanir andstæðar sér, enda ekki þroskavænlegt, heldur
verður að setja undir lekann í tíma, sem gera verður á tvennan
hátt, þ. e. glæða trúárlífið nýju lífi, til þess að tryggja bakhjarl í
þjóðfélaginu, og auka sjálfstæði kirkjunnar gegn veraldlega vald-