Húnavaka - 01.05.1971, Page 61
HÚ N AVAKA
59
íinningu. Ekki svo að skilja, að kirkjan hafi það ekki nú, en hinu
er ekki að neita, að sumar samþykktir og gerðir kirkjunnar, og þá
á ég auðvitað við starfsmenn hennar, fengju sennilega annan blæ,
ef aðeins er um ákveðið fjármagn að ræða, sem til ráðstöfunar er, og
ekki hægt að ganga í, að sumra áliti ótakmarkaða, sjóði ríkisins. Rétt
sem lítið dæmi vil ég taka húsmæðraskólann að Löngumýri, sem
rekinn er af kirkjunni. Þar voru 8—9 nemendur síðastliðið ár, en 4
kennarar auk skólastjóra. Annað vandræðabarnið virðist vera Skál-
holt. Þar ætti að koma menntasetur í líkingu við gömlu klaustrin.
Þar sem menn og konur gætu dvalizt sér að kostnaðarlausu og lesið
og hugleitt tilveruna og skrifað það, sem hver og einn vildi. Með
öðrum orðum, staður fjarri lieimsins glaumi, þar sem tími gæfist
til hugleiðinga. Auðvitað þyrfti að gera staðinn eftirsóknarverðan,
svo að ekki þurfi að ganga eftir fólki til að vera þar, eins og nú á
sér stað með gamla fólkið að hvíldarbúðunum við Vestmannsvatn.
Þá yrði íslenzku trúarlífi og íslenzkri menningu meiri greiði
gerður en með lýðháskóla, sem auðvitað er ágætur út af fyrir sig,
en er bara ekki í verkahring kirkjunnar. Það er góð regla, að hver
og einn hugsi aðeins um sitt starf og sé ekki að skipta sér af því,
sem honum strangt tekið kemur ekki við.
Framanritað eru aðeins skoðanir leikmanns á vissum þáttum
kirkjunnar, án þess að gera samanburð við aðra þætti þjóðlífsins, en
það þýðir auðvitað ekki sama og að segja, að allt sé í góðu lagi á
öðrum sviðum þjóðfélags okkar.
Að lokum vil ég minna þá á, sem halda, að hér muni ekki rísa
upp menn, sem í raun og veru séu andstæðir kirkjunni, að síðast-
liðið haust auglýsti maður í blöðunum, að liann tæki að sér að
hjálpa fólki til þess að segja sig úr þjóðkirkjunni.
Sagan endurtekur sig. Þjóðir sem ættir rísa og hníga. Menningar-
skeið koma og falla fyrir utanaðkomandi áhrifum eða innan frá.
Vestræn menning hefir nú staðið óslitið í rúm 1000 ár og reis úr rúst-
um Rómarríkis, sem barbarar, þ. e. siðleysingjar á þeirra tíma máli,
lögðu í rúst. Nú flytja héilar þjóðir sig ekki til, heldur er hug-
myndum lætt inn hjá vestrænum þjóðum og eiturlyf lama siðferðis-
þrek þeirra. Þannig að nú fer yfir vestræn lönd tími lausungar og
ofbeldis og hafa angar af því náð hingað til okkar. Þess vegna er
kirkjunni rétt að gera sér ljóst hvar hún stendur. Og byrgja brunn-
inn í tíma.