Húnavaka - 01.05.1971, Síða 63
HÚ NAVAKA
(>1
Ég hafði, frá því ég man eftir mér, litið upp til gangnamanna og
öfundað þá ekki sízt þegar þeir voru að búa sig af stað í göngurnar.
Það var alltaf slátrað lambi til gangnanna og manni fannst, á þeim
árum, mjög hátíðlegt að fá nýtt kjöt að borða, því að lítið var um ný-
meti hversdagslega. Svo var væn jólakaka nreð kaffinu, en rúgbrauðs-
pottkaka og smjör með kjötinu. Þetta var hið venjulega gangnanesti,
og ekki þekktist þá að hafa með sér mjólk. Ekki gerði ég mér liáar
vonir um að fá að fara í göngurnar þetta haust, en mikið hugsaði ég
um það.
Kunningi minn, Magnús Björnsson, hafði árið áður, þá 12 ára,
fengið að fara í göngur og mér fannst ég engínn eftirbátur annarra
stráka, þótt eldri væru, þegar ég var á hestbaki, svo að ég taldi mig
vel færan í slarkið.
Svo var það unr hálfum mánuði fyrir göngur, að Magnús Vigfús-
son kemur heima. Ég vissi, að lrann átti að láta mann í sandgöngur,
en bjóst við, að hann færi sjálfur í undanreið. Hann lrafði mikil
gangnaskil, því að liann var þá nýlega hættur stórbúskap á Þingeyr-
unr og átti margt fénaðar, en hafði fátt lrúskarla. Datt mér nú í lrug,
hvort verið gæti að lrann ætlaði að biðja um mig í göngurnar og
vonaði að svo væri, enda kom á daginn, að það var erindi Magnúsar.
Auðvitað var þetta aftekið af pabba og nrömmu, en ég var þrár og
var alltaf að ala á þessu við þau, en því var ekki tekið nærri. Svo var
það í vikunni á eftir, að verið var að binda votaband af mýrunum
hér neðan við. Þá varð að afla meiri hluta lreyjanna á þýfðum og
blautum mýrum, því að engar engjar voru í Haga aðrar, og oft var
Iielzt gras, þar senr blautast var. Heyinu var þá rakað saman í föng
nýslegnu og síðan var ekki um annað að gera en binda það vota-
band heim á tún og þurrka þar. Það var mitt fastaverk að fara á
milli, sem kallað var, sem sagt að teyma hestana. í þetta sinn, stuttu
eftir að byrjað var, gerði húðar norðan óveður. Sjálfsagt þótti þó
að halda áfram, enda allir orðnir blautir af lreyinu lrvort sem var.
Mínu verki tilheyrði að standa undir meðan látið var upp, og svo
að hleypa niður á móti pabba, en hann dreifði lieyinu jafnóðum
og það kom lieim. Hann spurði mig við liverja ferð, hvort mér væri
ekki kalt, en eg fór ríðandi á milli. Ég kannaðist aldrei við, að mér
væri kalt. Ég liáfði það á tilfinningunni, að ég fengi frekar að fara
í göngurnar, stæði ég mig þennan dag og þraukaði því til kvölds.
Næsta sunnudag á eftir kom Magnús aftur að reyna að fá mig í