Húnavaka - 01.05.1971, Side 64
f»2
HÚNAVAKA
göngurnar, því að engan hafði honum tekizt að fá. Þá var því lofað,
að ég færi í göngurnar fyrir Magnús og átti hann að leggja mér til
liest og nesti.
Ég fékk til reiðar brúna hryssu, sem Kolbrún hét og var hún
frekar þýðgeng og ólöt. Kristján átti að flytja fyrir mig nestið, svo
að ég þyrfti ekki að vera með trússahest, enda víst talið óhætt, að ég
færi einhesta, þar sem maðurinn var hvorki hár í lofti né þungur.
Mamma mín saumaði handa mér nýja skinnsokka og fannst mér ég
heldur en ekki mannalegur, þegar ég var kominn í þá. Það var
venjulegasti fótabúnaður hjá gangnamönnum og var líka ágætur,
léttur og hlýr, en gúmmístígvél voru þá ekki komin til og aðeins
stöku maður átti til leðurstígvél. Kaupakona, sem var heima þetta
sumar, lánaði mér vatnskápu, sem náði mér niður fyrir hné og svo
var ég mjög skjóllega bú'inn innan undir. Flestir gangnamenn höfðu
með sér vatnsföt í göngurnar, en mikið voru gömlu olíufötin þyngri
og stirðari en bau, sem nú eru notuð.
Svo kom dagurinn er lagt var af stað, laugardagurinn í 22. viku
sumars. Ég varð samferða Jóni Davíðssyni, sem var vinnumaður hjá
pabba og fór í göngurnar fyrir hann. Við lögðum af stað í myrkri
um morguninn og komum fyrst við í Vatnsdalshólum og urðum
samferða Kristjáni, sem var aðalgagnaforingi í þessum göngum. —
Hann var með klyftöskur í staðinn fyrir reiðing, og mig minnir, að
liann væri sá eini í göngunum, sem hafði þann útbúnað. Einnig var
hann með prímus bundinn ofan í milli. Voru slík tæki alveg ný-
komin til scigunnar og þóttu mikil galdratól.
Svo var haldið fram Vatnsdal í rigningu og kalsaveðri, menn
voru smásaman að bætast í hópinn. í Grímstungu var áð nokkuð
lengi áður en lagt var á heiðina. Þá var hópurinn orðinn 22 menn,
sem lögðu á heiðina og teymdu upp fyrstu og bröttustu brekkuna.
Kristján sagði mér, að óhætt væri fyrir mig að sitja kyrr á baki, ég
væri ekki svo þungur. Mér fannst það ekki koma til mála og teymdi
eins og hinir.
Heldur fór að lifna yfir mönnum, þegar fram á heiðina kom, þó
að heldur versnaði veðrið og kominn væri krapaslettingur, þegar
við komum í náttstað við Sandfellsflá. Þremur tjöldum var tjaldað
í laut skammt fyrir norðan skálann, var hann Iilaðinn úr torfi og
grjríti með torfþaki.
Þegar búið var að spretta af, hefta hestana og tjalda, var farið að