Húnavaka - 01.05.1971, Page 65
HÚNAVAKA
f>3
taka upp nestið og tekið ósleitilega til matar síns, og hafði ég góða
matarlyst sem aðrir. Svo var liitað og drukkið mikið af kaffi, síðan
kveðið og sagðar sögur alveg fram á nótt. Tveir menn tóku að sér
að vaka yfir hestunum fyrstu nóttina og fengu aura fyrir. Mig minnir
25 aura fyrir hestinn.
Svo var farið að búa um sig. Menn sóttu reiðingsdýnurnar og
röðuðu þeim undir í tjaldið og margir höfðu hnakkinn fyrir kodda.
Eitthvað var talað um, að ekki væri gott að missa reiðingana, þó að
kliftöskurnar væru þægilegar, þá væri ekkert til að liafa undir í
tjöldunum.
Flestir liöfðu gæruskinn ofan á hnökkunum og komti þau í góðar
þarfir að nóttunni. Bezt þótti að vefja þeim um fæturna og fara
svo í strigapoka utan yfir og var mönnum þá sæmilega lilýtt, þó að
þeir hefðu aðeins lélegt teppi ofan á sér. Mér leið vel þessa fyrstu
nótt mína á heiðinni. Þegar ég vaknaði um morguninn, var það
fyrsta, sem ég heyrði, að komin væri stórhríð og færi versnandi. Ekki
var talið viðlit að leggja á sandinn. Stórliríðin hélzt allan daginn og
næstu nótt og þá komnar stórfannir eins og um hávetur. Við vorum
5 í tjaldinu, Kristján í Hólum, Jón Davíðsson, Magnús Björnsson og
einn, sem ég man ekki hver var. Þeir, sem voru í hinum tjöldunum
flúðu um morguninn í skálann og var þar lieldur þröng á þingi.
Gangnamenn gættu liestanna til skiptis, tveir í einu. Ekki þótti fært
að láta mig taka mína vakt og skiptu þeir lienni á milli sín Kristján
í Hólum og Jón Davíðsson.
Það atvikaðist svo, að ég varð einn eftir í tjaldinu nokkuð langa
stund um daginn og þá sótti á mig áköf einmanakennd. Stórhríðin
liristi og skók tjaldið með sínum ægiltrammi. Fljótt varð mjög kalt
og þá fyrst fannst mér ég vera ósköp lítill og datt í hug að þetta væri
hefnd á mig fyrir að vera svona þrár, — að sækja svona fast að fara
í göngurnar. Líklega dræpist ég nú þarna, en ég jafnaði mig fljótt
þegar félagar mínir komu aftur í tjaldið.
Síðla nætur birti upp, og með birtingu átti að leggja af stað. Það
reyndist tafsamt, enda kominn mikill snjór og reiðver og annað dót
kaffennt og gekk illa að finna sumt, sérstaklega svipurnar.
Yfirleitt var frekar seinlegt að búa upp á trússahestana og þá sér-
staklega, þegar svona var allt gaddfreðið, sem frosið gat. Flestir voru
með skrínu eða trékassa annars vegar og skinnskjóðu liinu megin
til að geyma í j>að, sem alls ekki mátti blotna. Þetta var svo látið í