Húnavaka - 01.05.1971, Síða 66
64
HÍJNAVAKA
strigapoka, skjóðan og fleira dót liaft jreim megin á hestinum, sem
sneri að manni þegar teymt var. Pokarnir voru svo silaðir upp með
gjarðasila og bundið undir kvið með reiptagli, svo að ekki haggaðist
þótt liesturinn skokkaði.
Sérstaklega voru tjaldsúlurnar erfiðar í flutningum og óvinsælar,
og þurfti bæði stillta liesta og gætna menn til þeirra flutninga.
Loks var lagt af stað. Hörku frost var og dálítil gola af norðri, svo
að lieldur var kalsamt. Umbrotaófærð var svo, að lítið var hægt að
velja veginn. Riðið var fram í Bríkarkvíslardrög, en er þangað kom
sjáum við undanreiðarmenn koma úr norðausturátt. Höfðu þeir þá
komizt norður yfir sand daginn áður. Hríðin skall ekki á þá fyrir
alvöru fyrr en þeir voru fyrir nokkru lagðir af stað.
Foringi þeirra var Guðjón Hallgrímsson, seinna bóndi á Marðar-
núpi. Eftir að hríðin skall á þá, tók Guðjón það ráð, að hann reið
siálfur á undan, en lét einhvern gætnasta manninn í hópnum ríða
aftast og gæta jress, að enginn yrði viðskila við lestina. Mikil þrek-
raun mun þessi ferð þeirra norður yfir sandinn hafa verið, en þeir
ijiilduðu strax og þeir urðu varir við, að þeir voru komnir á gras.
Og til marks um það hvernig þeim hefur liðið, er tilsvar Magnúsar
Vigfússonar, þegar einhver spurði hvort ekki hefði verið slæmt fyrir
hestana eftir að þeir komu í tjaldstað, svaraði hann strax, að þá
hefði nú enginn verið að hugsa um hesta heldur um sjálfan si?.
Svo Iiélt allur hópurinn af stað suður á sandinn fram að Grettis-
hæð. Talið var tilgangslaust að fara lengra. Þar sást í einum stað
fyrir harðsporum eftir undanreiðarmenn daginn áður, og hafði Guð-
jón verið jtar nákvæmlega á réttri leið eftir því, sem hann ætlaði
sér að fara, en farið eftir það örh'tið austur á við, en hann mun hafa
ætlað sér að hitta á Bríkarkvíslardrög.
Þarna var svo skipt göngum, fyrst í þrjá hópa: Haukagilsheiðar-
tnenn, Austurheiðarmenn og Lambatungumenn. Venjulega var 4.
hópurinn Miðlieiðarmenn, en í þetta sinn var ákveðið, að þeir hefðu
sama náttstað og Lambatunoumenn. Eg held, að nokkru hafi ráðið
bar um, að talið var að nauðsynlegt mundi verða að hafa sérstaka
menn með trússahestana vegna þess hve færðin var slæm norður
heiðina næstu daga.
Svo var mönnum dreift til leitar norður sandinn. Ég lenti í Lamba-
tungu- og Miðheiðarflokknum og áttum við að hafa náttstað við
Sandfellsflá eins og næturnar áður. Fátt bar til tíðinda norður