Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 67
HÚNAVAKA
65
sandinn því að hvergi sást nokkur kind. Ég kom einu sinni að
klettagili, sem var alveg fullt og varð að fara langan krók. Kristján
sagði mér um kvöldið, að ég hefði heldur átt að fara í hina áttina,
þá hefði ég ekki þurft eins langt, en það gat ég ekki vitað.
Það var ósköp viðkunnanlegt að koma aftur í sama náttstaðinn, —
hálfgert eins og að koma heim, því að tjaldið okkar hafði verið látið
standa kyrrt um daginn. Daginn eftir var ég sendur hestamönnum
til fulltingis norður heiðina, því að sjálfsagt þótti að hafa sérstaka
menn með trússahestana í þetta skipti, þó að það væri ekki venju-
legt nema á Haukagilsheiði.
Ófærðin var hins vegar svo mikil, að ekki var viðlit að teyma
hesta í lest og varð að reka þá. Því varð þriðji maðurinn að vera með
til að gæta þeirra, ef tafir yrðu, t. d. ef hleypt var ofan í. Ég man, að
einn hesturinn fór mjög illa ofan í dragið úr Lambalækjarflá. Ég
gætti hestanna á meðan hinir drógu upp úr, og fékk ég þá einn af
meiri hitasprettum, sem ég hefi fengið um dagana, enda ekki heppi-
lega búinn til hlaupanna. Svo var alltaf verið að koma með kfndur
til okkar, því að skást var að koma þeim áfram í slóð hestanna.
Seinna um daginn gerði blíðuveður og fór að þiðna og þegar við
komum í Bríkarhvamm, en þar gistum við næstu nótt, var hann
orðinn mikið auður. Ég minnist þess, að mér fannst eins og að
koma í paradís að vera komin úr mesta snjónum, enda hefur mér
alltaf fundizt Bríkarhvammur yndislegasti staðurinn, sem ég hef
komið á á heiðunum okkar.
Þarna greiddi ég fyrir það, að þeir félagar vöktu fyrir mig í Sand-
fellsflá oggætti hestanna allt kvöldið. Þótti mér vænt um það að geta
jafnað þetta, því að' ég vildi telja mig gangnamann til' jafns við
hina.
Næsta dag, miðvikudag, var smalað til byggða. Þegar við kom-
um ofan á Grímstunguna, kallaði Kristján í mig og sagði mér að
koma með sér og flýta mér, því að við þyrftum að ríða á undan ofan
á eyrar til að standa fyrir fénu þar. Ekki lét ég segja mér þetta tvisvar,
en sló í bikkjuna og ætlaði nú ekki að láta standa á mér. En þar sem
þetta var þó nokkuð mikið niður í móti, tókst ekki betur til en það,
að merin endastakkst og ég flaug langar leiðir fram af. Ekkert meiddi
ég mig og þegar ég stóð upp hlæjandi, leit Kristján skrítilega á mig
og sagði, að betra væri að flýta sér ekki alveg svona mikið. Fórum við
nokkrir saman niður á eyrarnar og stóðum fyrir fénu þar, þar til
5