Húnavaka - 01.05.1971, Page 68
HÚNAVAKA
06
aðrir gangnanrenn höfðu drukkið kaffi í Grímstungu. Þá fórum við
þangað heim og þegar í bæinn kom, fann ég þessa ihnandi lummu-
lykt, en lummur fannst mér bezta kaffibranð, sent ég fékk. Ætlaði
ég nú að borða vel af þeim, en Péturína kallaði á mig upp á loft og
gaf mér súkkulaði, vínartertur, kökur og vildi sýnilega með þessu
gera mér sem allra bezt, en ég saknaði þess að fá ekki lummurnar
og öfundaði hina.
Það var náttúrlega réttað degi seinni en venjulega. Pabbi og
systur mínar höfðu gist í Saurbæ um nóttina og fannst þeim ég
sem úr helju heimtur. Það heyrði ég, að orðrómur hafði verið um,
að ég myndi drepast í göngunum, en ég var bráðlifandi og hreykinn
yfir að hafa farið í göngur. Ekki fannst mér þetta nein þrekraun
og liefi lent í miklu verra síðar. Veður var gott jrann tíma, sem
leitað var og Jrví aldrei hætta á villum eða slíku. Verst mun mér
liafa liðið, þá ég var einn í tjaldinu og hélt ég myndi drepast fyrir
að vilja ekki hlýða góðum ráðum foreldra minna. Eftir á var ég
upp með mér af Jrví að vera yngsti maðurinn, sem nokkru sinni
liefur farið í göngur á heiðarnar hérna. Þó fór svo, að ekkert lang-
aði mig í göngur næstu haust á eftir og svo komu reglur um, að
enginn yngri en 14 ára yrði tekinn gildur í göngur og fór ég ekki
aftur fyr en 14 ára.
Ekkert var ég spenntur, enda fannst mér eftir mína fyrstu ferð
ævintýraljóminn yfir gangnaferðunum ekki eins heillandi.
Síðan fór ég í göngur flest haust franr til ársins 1966 og oftast í
undanreið og á margar skemmtilegar minningar frá þeim ferðum.
Aldrei mun ég hafa látið strákana mína fara í göngur 10 ára, þó að
það hefði verið leyfilegt, en 14 ára fóru þeir. Björg dóttir mín er að
ég held eina stúlkan, sem hefur farið í undanreiðargöngur hérna.
Ekki get ég sagt, að ég væri áhyggjulaus um krakkana mína í Jreim
ferðum.
Hins vegar er Jrað álit mitt, að unglingar hafi gott af að fara í
göngur, það eru alltaf nokkrir erfiðleikar, sem fylgja því, og það
eykur sjálftraust þeirra að sigrast á þeim.