Húnavaka - 01.05.1971, Síða 72
JÓN KR. ÍSFELD:
A hverfanda hveli
I.
Það er svo sagt, að margt af því, sem áður fyrr þótti ómissandi,
sé nú að hverfa fyrir öðru nýrra. Það er sannarlega margt breyting-
unum undirorpið. Almanak Þjóðvinafélagsins liefur ekki farið var-
hluta af þessari breytingagirni nútímans. Ein þeirra megin breyt-
inga, sem gerðar hafa verið á þessa árs almanaki er sú, að sleppt er
nú miklum meiri hluta af þeim dýrlinganöfnum, sem áður stóðu
fyrir aftan dagaheitin. Um þessa breytingu segir svo m.a. í stuttri
grein í almanaki þessa árs (bls. 47):
„Fækkun dýrlinganafna í almanakinu hefur lengi verið á dag-
skrá, og má í þvf sambandi minna á grein dr. Jóns Þorkelssonar í
almanaki Þjóðvinafélagsins 1914. Með niðurskurði nafnanna nú, er
stefnt að því, að eftir standi einungis þær messur og dagaheiti, sem
einhverja rót liafa fest í tímatali íslendinga“.
í stað dýrlinganafnanna höfum við nú fengið punktalínu, sem
mér finnst heldur fáfengileg. En svona verður þetta víst að vera.
Ég er hálf smeykur um, að ýmis af þeim dagaheitum, sem eftir eru,
eigi ekki langa framtíð fyrir sér, svo að ekki er úr vegi að festa laus-
lega sögu þeirra á pappírinn.
Að þessu sinni langar mig til þess að minnast á þrjá júnídaga, sem
sóma sér enn vel milli punktalínanna. Hér er um að ræða 15., 24.
og 27. júní.
Fyrsti dagurinn er þriðjudagur. Við hann stendur nafnið Vitus-
messa. Við 24. júní, sem er fimmtudagur, stendur Jónsmessa. Og við
27. júní, sem er sunnudagur, sjáum við skráð: 3. s. e. trinitatis. Sjö-
sofendur.
Hvaðan hafa þessir dagar nöfnin? Við hverja eru þeir kenndir?
Þessum spurningum verður nú lauslega svarað hér á eftir, samkvæmt
góðum heimildum.