Húnavaka - 01.05.1971, Síða 73
HÚNAVAKA
71
II.
vitusmessa Hún er kennd við mann að nafni Vitus. Hann var
ítalskur að ætt. Þegar hann var 12 ára, var hann
líflátinn á ofsóknatíma Diokletians keisara á fyrstu árurn 4. aldar.
En hann var ekki líflátinn einn, heldur var móðir hans, sem hét
Cresentia, og kennari hans, að nafni Modestus, líflátin með hon-
um. Faðir Vitusar var heiðingi og vildi kúga son sinn til þess að af-
neita kristinni trú. En hann stóð óbifanlegur. Eftir það gat hann
gert hvert kraftaverkið eftir annað og hvert kraftaverkið öðru meira.
Diokletian lét kasta honum í ketil, fullan af sjóðandi biki. Þegar
það kom fyrir ekki, var honum kastað fyrir birni. En Jrar fór allt
á sömu leið, að birnirnir unnu honum ekkert mein. Loks gat keisar-
inn unnið á honum með því að hengja hann.
Vitus hinn helgi er verndari og átrúnaðargoð Bæheimsmanna.
Hér á Norðurlöndum var honum fyrst helgaður dagur 1169, í
minningu þess, að borgin Arkona á eynni Re (Rygen), var þá unnin
af Dönum.
Á Vitusmessu héldu menn áður fyrri, að væri lengstur dagur, svo
sem sjá má á vísunni:
Lucia nótt þá lengstu gefur,
lengsta daginn Vitus hefur,
Gregorius og Lambert lætur
lengdina jafna dags og nætur.
III.
jónsmessa (Jóliannesar skírara). Þessi dagur á að hafa verið
fæðingardagur Jóns (Jóhannesar skírara), því að sagt
er, að hann liafi fæðzt misseri á undan Kristi. Annars er það oftast
andlátsdagur dýrlinga, sem haldinn er heilagur. En um Jón skírara
gegnir öðru máli, því að hann var kallaður heilagur allt frá fæð-
ingu. Ekki vita menn með vissu, hvenær þessi Jónsmessa var fyrst
stofnuð, en á 6. öld er hún orðin almennur hátíðisdagur. Á íslenzku
eru til tvær sögur af Jóni skírara. Önnur þeirra er nánast prédikun
á Jónsmessu, en hin er meira í söguformi og er rituð af presti nokkr-