Húnavaka - 01.05.1971, Qupperneq 74
72
HÚNAVAKA
um, sem Grímur hét, fyrir Runólf ábóta í Veri á ofanverðri 13. öld.
Jónsmessuhelgi var numin úr lögum á íslandi á árinu 1770.
Jónsmessunóttin, aðfaranótt Jónsmessunnar, var höfð í miklum
metum til forna, og ýmislegur átrúnaður við liana bundinn, bæði
hér á landi og erlendis. Hún þótti hér á landi bezt til þess fallin
að fá sér kraftgrös og náttúrusteina. Döggin var talin svo heilnæm
þessa nótt, að ef menn veltu sér berir í henni, urðu þeir alheilir
af öllum lasleika. Sömu trú höfðu menn líka í öðrum löndum, ef
menn fóru og lauguðu sig í uppsprettum, eða drukku úr þeim
þessa nótt. Það var Iíka trú manna erlendis, að þessa nótt gengju
illir andar lausir, og gerðu allt það illt af sér, sem þeir gætu. Af því
kom sá siður að kynda bál á hólum og hæðum, sem vörn á móti þess-
um öndum, og hefur sá siður að nokkru leyti haldizt við fram á
okkar tíma í sumum löndum.
IV.
sjösofendur Þegar kristin kirkja var ofsótt á stjórnarárum Des-
íusar keisara (um miðja þriðju öld), voru í Efesus-
borg sjö menn, sem hétu: Maximianus, Malkus, Marsianus, Dyonys-
ius, Jóhannes, Scrapion, Konstantinus. Allir sjö voru þeir þjónustu-
menn keisarans, allir voru þeir kristnir og vildu heldur láta lífið,
en færa heiðnum goðum fórnir. En þar sem þeir höfðu ekki verið
aldir upp í karlmennsku, voru þeir hræddir við pyntingar og héldu,
að þeir þyrftu ekki að líða píslardauða, sátu þeir jafnan heima og
hvöttu hver annan til föstu og bænahalds. En svikarar komu upp
um þá og ákærðu þá fyrir keisaranum. Voru þá gerð boð eftir þeim
og varð sannað, að þeir væru kristnir. En af því að þeir voru ungir
að aldri og tignir menn, leyfði Desíus þeim að fara heim aftur,
svo að þeir gætu séð að sér, meðan hann var fjarverandi í öðru skatt-
landi.
En hinir sjö menn notuðu sér þennan frest á aðra leið. Þeir skiptu
öllum eignum sínum milli fátækra og flýðu síðan út á eyðimörk,
til fjallsins Selion. Þar leituðu þeir sér skjóls í hellisskútum þess og
klettaskorum. Malkus, sem var vitur maður og hugdjarfur, tókst
öðru hvoru á hendur að fara til borgarinnar í förumannsbúningi,
til þess að kaupa vistir og komast eftir, hvað við bæri.
Óðara en Desius var kominn heim úr leiðangri sínum, stefndi