Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 75
HÚNAVAKA
73
liann hinum sjö unglingum á sinn fund. En þá fundust þeir hvergi.
Varð keisarinn þá afar reiður, lét sækja foreldra þeirraoghótaði þeim
kvalafullum dauða, ef þeir segðu ekki til sona sinna. Foreldrarnir
sóru og sárt við lögðu, að þeir vissu ekkert til þeirra og hallmæltu
sonum sínum fyrir, að þeir hefðu gefið aleigu sína og svo liorfið.
Var lengi leitað en árangurslaust, en að því komust menn, að þeir
höfðu farið þá leið, sem lá til eyðimerkurinnar við Selionsfjall.
Malkus, sem var í borginni, búinn eins og stafkarl, varð þessa
áskynja. Flýtti hann sér þá óttasleginn úr borginni og varð að fara
marga króka, áður en hann komst til bræðra sinna. Þegar hann
hafði sagt þeim þessi illu tíðindi, urðu þeir næsta hugsjúkir. Borð-
uðu þeir grátandi brauð það, sem Malkus færði þeim úr borginni.
Ræddu þeir mikið um þetta fram og aftur. Náttmyrkrið skall á
og voru þeir sjö lúnir af bænum og hugarangri. Þá brá svo við,
fyrir Guðs tilhlutun, að allir þessir sjö menn sofnuðu fasta svefni.
Desiusi gramdist, að svo tignir unglingar skyldu spotta virðingu
lians og ásetti sér að hefna sín á þeim. Skipaði liann því að kanna
fjallið, og lagði svo fyrir, að ef menn finndu nokkurn helli, skyldi
hlaða múrvegg fyrir mynni hans, svo að allir þeir, sem inni væru,
yrðu hungurmorða. Þannig voru þessir sjö rnenn innibyrgðir sof-
andi. Tveir kristnir menn, Theódórus og Rútinus, skráðu píslar-
sögu þeirra og földu rit þetta haglega í múrveggnum.
Löngu, löngu seinna, hálfri fjórðu öld eftir dauða Desiusar, þegar
þessi kynslóð var undir lok liðin og Theódósíus keisari hafði ríkt
30 ár, kom upp trúvilla, sem afneitaði upprisu framliðinna. Slíkt
trúleysi sárnaði hinum trúrækna keisara óunrræðilega, og sat hann
i innsta herbergi sínu frá morgni til kvölds, íklæddur hárdúks kyrtli,
grátandi og harmsfullur. Allsráðandi Drottinn sá aumur á hinum
guðhrædda keisara. Honum auðnaðist að sýna miskunnsemi og stað-
festa hin huggunarríku sannindi, að allt hold mun upp rísa, með
því að vekja sjö sofendur.
Vildi þá svo til, fyrir guðlega tilhlutun, að borgarmaður nokkur
í Efesus, leigði húsaskjól handa búfé sínu í hellisskútum Selions-
fjalls og lét hann ryðja dyrnar. Meðan múrsmiðirnir voru að brjóta
upp mynni hellisins, sem sjö sofendur voru í, vöknuðu þeir og
buðu hver öðrum góðan dag, því að þeir vissu ekki, að þeir hefðu
sofið meira en eina nótt. Því næst ráðguðust þeir um, hvað nú
skyldi gera, því að þeir mundu glöggt, hvað þeir höfðu rætt um