Húnavaka - 01.05.1971, Side 76
74
HÚNAVAKA
kvöldið áðui'. Báðu þeir Malkus enn að segja allt, sem hann hafði
heyrt og séð. Sagði Malkus þeim þá aftur, að keisarinn hefði skipað
að leita þá uppi og þröngva þeim til að blóta. Þá mælti Maximi-
amus: „Viti það Guð, að vér eigi viljum blóta. Látum oss vera í
góðu skapi, því að mér segir svo hugur um, að harðstjóri þessi muni
ekki verða langgæður. Hver veit nema Guði þóknist að fela oss
hér, þangað til kirkjan verður þegin í frið“.
Beiddu þeir Malkus síðan að fara til borgarinnar og kaupa brauð
ríflegar en daginn áður og komast eftir, hvað síðan hefði gerzt.
Malkus tók með sér 5 solidus* og lagði af stað. Undraðist hann
mjög, þegar hann sá svo mikið grjót og mylsnu við liellismynnið. En
með því að honum bjó í hug annað, sem meira reið á, hugsaði hann
ekki frekar eftir því. Þegar hann nálgaðist borgarhliðið, furðaði liann
sig á því, að krossmark stóð uppi á hliðboganum. Hann gekk til
annars liliðs og stóð krossinn þar einnig. Gekk hann umhverfis alla
borgina og varð frá sér numinn af undrun, þegar hann sá krossinn
hvarvetna. Hvarf hann þá aftur til hliðsins, sem hann bar fyrst að,
og sá menn í annarlegum búningi ganga út og inn. Vissi hann þá
ekki, hvort þetta bæri fyrir hann í vöku eða svefni, og þorði liann
ekki að ganga inn í borgina. Loksins réðist hann samt í það, en
gat í engu skilið, sem hann sá. Gekk hann inn í brauðsölubúð
nokkra og heyrði, að fólkið, sem þar var inni, talaði um Krist.
„Hvernig er þessu varið?“ liugsaði hann. „í gær þorði enginn
maður að nefna Krist á nafn, en í dag trúir allur heimur á liann?
Liggur mér við að halda, að þetta sé ekki Efesusborg, þó að ég ekki
skilji hvaða borg það getur verið, ef það er ekki hún.“
Gekk Jrá framhjá fríður piltur og segir hann við hann:
„Segðu mér, drengur litli, hvert er nafn þessarar borgar?"
Pilturinn varð forviða, blíndi á hann og svaraði: „Hvað annað
en Efesus?"
Spurði Malkus marga að Jressu og svöruðu allir eins. Varð hann
þá hræddur um, að hann væri orðinn vitskertur. Honum leizt ráð-
legast að fara heim aftur til lagsbræðra sinna, en ætlaði einungis
að kaupa brauðið fyrst. Fór hann þá inn í sölubúð og tók upp solidus
Solidus er rómversk gullmynt, slegin af Konstantinusi mikla, 1 /72 pund gulls.
Siðar varð solidus koparmynt, sem hinn franski sou og ítalski soldo eru komn-
ir frá.