Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 77
HÚNAVAKA
75
þá, sem hann hafði á sér. Furðuðu menn sig mjög á þessum gömlu
peningum. „Hvaða peningar eru þetta?“ sögðu þeir hver við annan.
„Unglingur þessi hefur víst fundið jarðfólgið fé frá öldum hinna
fornu keisara“. En þegar Malkus heyrði nefndan keisara og skildi
ekki orð þeirra — því að málið hafði breyzt mjög á svo mörgum öld-
um — hélt hann, að þeir ætluðu að ofurselja sig keisaranum og
mundi hafa flúið, ef hann hefði þorað. Beiddi hann þá að eiga
brauðið og sleppa sér. En því ákafara sem hann beiddi því tor-
tryggnara varð fólkið. Það hélt honum föstum og sagði:
„Þú hefur fundið fé. Komdu og sýndu okkur það, við skulum
skipta því ráðvandlega milli okkar og enginn annar skal verða þess
áskynja. En viljirðu það ekki, þá skaltu ekki njóta auðæfanna í
friði“.
Stóð Malkus þar skjálfandi og kom engu orði upp fyrir undrun.
Brá þá fólkið snæri um háls honum og dró hann til torgs eins.
Flaug fregnin hvarvetna, að ungur útlendingur hefði fundið geysi-
mikinn fjársjóð. Þyrptist saman mesti manngrúi og skimaði Malkus
kringum sig í mannþrönginni, því að hann bjóst við, að einhverjir
vandamenn sínir myndu koma, eða einhver, sem gæti borið honutn
vitni. Varð hann sem ringlaður og lét sem hálfviti, þegar hann sá
sig umkringdan sem af nýjum heimi, og þekkti engan mann.
Loksins spurðu þeir Martínus biskup og Antipater hershöfðingi
tíðindi þessi. Voru þeir þá nýkomnir í borgina. Skipuðu þeir borg-
armönnum að sækja unglinginn og peningana. Þegar Malkus sá, að
farið var með liann til kirkju, hélt hann að keisarinn væri þar fyrir.
Martínus og Antípater skoðuðu peningana vandlega og fékk það
þeim mikillar undrunar. Spurðu þeir unglinginn, hvar hann hefði
fundið þetta gamla fé. Sór liann við Guðs nafn, að hann hefði ekki
fundið jtað, heldur fengið það hjá foreldrum sínum.
„Hvaðan ertu?“ spurðu þeir höfðingjarnir.
„Ég veit ekki betur“, svaraði hann, „en að ég sé fæddur í þessari
borg, svo framarlega sem hún heitir Efesus“.
Þá mælti hershöfðinginn: „Láttu foreldra þína koma, svo að þeir
geti borið þér vitni“.
Nefndi unglingurinn foreldra sína, en enginn kannaðist við þá.
Hann lýsti stræti því, sem þeir höfðu búið í, en það hafði nú í
langan tíma borið annað nafn. Héldu höfðingjarnir nú, að hann
færðist undan með ósannindum.