Húnavaka - 01.05.1971, Side 82
80
HÚNAVAKA
Nú bera ærnar hver af annarri. Litlu lömbin hoppa léttfætt kring
mn mæður sínar í geislandi sól, hreykin af tilveru sinni í þessari dá-
samlegu veröld. Sumarið sefur enn, eins og ungbarn í vöggu, sætt og
rótt. Allt er kyrrt og hljótt, aðeins smágjálfur bárunnar við strönd-
ina. Smalastúlkan gengur aftur og fram í kringum féð, umvafin
vordýrðinni. Lappi röltir letilega við hlið hennar, móður og más-
andi, með lafandi tungu. Orðinn gamall og farinn að þyngjast á fót-
inn. Smalastúlkan unga hugsar margt. Augu liennar ljóma, að eyr-
um liennar berst fagur fuglasöngur. Eru þeir að syngja um líf henn-
ar ókomið? Ærnar eru spakar og hnusa við og við af ilmi jarðarinnar
og nýgræðingnum, sem gægist upp úr þelanum og áfram líður tím-
inn. Það er orðið kvöldsett, sólin kyssir allt vörmum næturkossi
og laugar allt gullnum bjarma. Allt sefur, haf og jörð. Döggin glitrar
í grænum hvammi. Blærinn hjalar við blómin. Vordýrðin umvefur
alla sveitina, en stutt er veðra á milli og óvænt atvik gera ekki alltaf
boð á undan sér og svo fór í þetta sinn. Skotta átti sér greni upp í
urð og marga soltna munna að seðja. Því þurfti að vakta féð, nótt sem
dag. Oft brá henni fyrir, þefandi og skimandi í allar áttir, en ekki
fór framhjá Skottu, að fylgv.t var með henni, því að smalastúlkan lagði
sig alla fram að verja litlu lömbin, senr voru í bráðri hættu. Allt
virtist leika í lyndi. Æmar lágu spakar með lömbin við hlið sér.
Kyrrð og ró færðist yfir allt. Sjávaröldur kúrðu í dái. Kvak æðar-
fuglsins lét sem fegursta vögguljóð í eyrum hennar, sungið af blíðri
móður. Einhver ómótstæðilegur friður færðist yfir hana. Var hún
að gefast upp? Það mátti hún ekki. Vökur og þreyta sögðu til sín, en
hún varð að standa alla storma af sér. Hún settist á mosaþúfu. Lappi
lagðist við fætur hennar, hún var eins og langt, langt í burtu. Þó
fann hún, að Lappi var við og við að reka trýnið upp í andlitið á
henni og ýlfra til að reyna að halda henni vakandi. Þó allt væri svo
fjarri henni, vissi hún, að svefninn mundi sigra hana. Hún sá alls-
kyns ofsjórtir og tók á öllu sínu, en allt kom fyrir ekki. En oft kemur
líkn með þraut. Allt hvarf út í tómið, svefninn tók hana í faðm
sinn og sveif með hana á blikandi vængjum inn í vornóttina. Þá
var hún sælust allra. En Adam var ekki lengi í Paradís. Skyndilega
var þessi kyrrláta friðhelgi rofin. Hún losaði svefninn. Lappi gelti
stöðugt og krafsaði í hana. Allt var eins og í þoku, en fljótlega rann
raunveruleikinn upp fyrir henni. Skelfingin greip hana heljartök-
um. Hún skalf eins og laufblað í vindi. Hún vissi, að nú var óboðni