Húnavaka - 01.05.1971, Page 84
SÉRA ÁRNI SIGURÐSSON:
J\4erkur J~íúnvetningur
Aldarafmœli Jónasar Kristjánssonar lœknis.
Þann 20. september s.l. voru hundrað ár liðin frá fæðingu Jónasar
Kristjánssonar læknis. Var þessara merku tímamóta minnzt með
veglegri samkomu í Náttúrulækningahælinu í Hveragerði sama dag
við mikið fjölmenni.
Það er því tilhlýðilegt, að þessa merka brautryðjanda, sem var
borinn og barnfæddur Húnvetningur, sé minnzt að nokkru í þessu
luinvetnska riti.
Jónas Kristjánsson var fæddur á Snæringsstöðum í Svínadal í
Austur-Húnavatnssýslu 20. september árið 1870. Hann var konr-
inn af merkum ættum húnvetnskum og skagfirzkum. Faðir lians
var Kristján bóndi á Snæringsstöðum Kristjánssonar ríka í Stóradal.
Um Kristján í Stóradal er sagt, að hann hafi látið reka sauði sína,
270 að tölu, um hávetur 1859 suður Kjöl, heldur en að hlýðnast
boði yfirvaldanna um niðurskurð. Er margt merkra manna í föður-
ætt Jónasar, m. a. var hann þremenningur við Þórð Sveinsson, geð-
veikralækni á Kleppi.
Amma Jónasar í föðurætt var Guðbjörg Halldórsdóttir af Geld-
ingaholtsætt í Skagafirði. Móðir hans var Steinunn Guðmundsdóttir,
bónda í Kirkjubæ í Vindhælishreppi, Ólafssonar á Gilsstöðum, er
var eyfirzkur að ætt. Var hún systir Jóhannesar Nordals, íshússtjóra
og voru þeir Jónas og dr. Sigurður Nordal því systkinasynir. Móður
sína missti Jónas, er hann var 11 ára gamall, en luin lézt úr barns-
farasótt. Mun missir ltennar liafa þá þegar orðið til þess að vekja
liann til umliugsunar um undur og mátt læknisfræðinnar.
Á unglingsárum Jónasar gengu hin verstu harðindi yfir Norður-
land um langt skeið, á síðustu áratugum aldarinnar. Var fjárfellir
mikill um sveitir Húnavatnssýslu, einkum árið 1887. Brugðu þá
margir bændur búi og l’lutti fjöldi fólks til Ameríku á þessum árum,