Húnavaka - 01.05.1971, Side 86
84
HÚNAVAKA
Að námi loknu fékk Jónas veitingu fyrir Fljótsdalshéraði eystra.
Hafði hann nokkru áður gengið að eiga Hansínu, dóttur síra Bene-
dikts á Grenjaðarstað, hinni ágætustu konu og voru þau hjón
bræðrabörn. Settust þau fyrst að á Hrafnkelsstöðum og síðar að
Brekku í Fljótsdal, þar sem þau bjuggu hinu ágætasta búi.
I'ar eystra varð Jónas þegar mjög vinsæll sakir dugnaðar síns í
starfi og atorku við erfiðar lækningaferðir. En víðáttur eru þar
miklar og víða erfitt yfirferðar. Árið 1905 varð læknislaust í Hró-
arstunguhéraði og varð Jónas að bæta því við sig. Ofgerði hann þá
heilsu sinni og hugðist sækja burtu, en vorið 1906 losnaði Blöndu-
óssliérað og sótti hann um héraðið. Mun miklu hafa valdið um þá
ákvörðun lians, að margir Húnvetningar sóttu það fast að fá liann.
Einnig mun tryggð lians við átthagana hafa valdið nokkru hér um.
Jónas var Jrá orðinn allkunnur skurðlæknir. Eigi hlaut hann stöð-
una, þar sem öðrum umsækjanda hafði verið ætluð hún. Er sagt,
að margir Húnvetningar hafi brugðizt hinir verstu við, enda hafi
flokkspólitík blandazt inn í málið og var Jónasi neitað um flutning
frá skipslilið í land á Blönduósi, og hefði hann orðið frá að hverfa,
ef utanhéraðsmaður, sem kunnugur var Jónasi, hefði ekki skorizt
í málið.
Árið 1911 losnaði Sauðárkrókshérað við lát Sigurðar Pálssonar
læknis, er dt ukknaði í Laxá ytri þann 13. október árið áður. Sótti
Jónas um Sauðárkrókshérað þá um sumarið 1911 og fékk veitingu
fyrir því. Var Jaeim hjónum eigi sársaukalaust að flytja frá Brekku.
har höfðu þau gert garðinn frægan og ])ar voru dæturnar fjórar
fæddar, Rannveig, Regína Margrét, er lézt ung að aldri, Guðbjörg
og Ásta, en sonurinn, Kristján, var fæddur á Sauðárkróki. Hann
lézt fyrir aldur fram 1947.
Sauðárkrókshérað er stórt, um 130 km að lengd frá Skagatá inn í
Skagafjarðardali. Voru því mikil ferðalög og erfið, einkum að vetrar-
lagi. Á Sauðárkróki höfðu um skeið áður gegnt héraðslæknisembætt-
inu sveitungar hans tveir, Guðmundur Magnússon og Guðmundur
Hannesson, báðir landskunnir menn.
í Skagafirði varð Jónas Jregar mikils metinn. Fór mikið orð af
honum sem snjöllum lækni og mannvini. Eru margar sagnir af
Jónasi lækni, er sá, er þetta ritar, kannast við frá æskudögum á
Sauðárkróki, nm hreysti hans og fræknleik í erfiðum ferðalögum
og læknisstörfum.