Húnavaka - 01.05.1971, Síða 88
86
HÚNAVAKA
árin 1914 til 1938. Hann sat á alþingi eitt kjörtímabil. Var kosinn
landskjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í haustkosningunum
1926.
Jónas átti mestan þátt í því að verja Norðurland fyrir spönsku
veikinni, er geisaði 1918, með því að settur var vörður á Holta-
vörðuheiði, er koma skyldi í veg fyrir samgöngur við Suðurland,
þar sem veikin var skæðust. Sýndi hann þar festu og snarræði, sem
vert er að halda á lofti.
í öllum þessum margháttuðu störfum fyrir land og þjóð studdi
kona hans, frú Hansína, hann með ráðum og dáð. Atti hún einnig
drjúgan þátt í mörgum þeim málum, er urðu til framfara í Skaga-
firði. Var hún formaður Hins skagfirzka kvenfélags um langt skeið
og beitti hún sér þar eins og annars staðar fyrir því, er til heilla
horfði í lífi samborgara sinna.
Áhrif Jónasar Kristjánssonar hlutu því að vera mikil meðal Skag-
firðinga. Og þessara áhrifa gætti löngu eftir að hann flutti úr hér-
aðinu. Hér er af mörgu að taka varðandi líf og störf þessara mikil-
hæfu læknishjóna.
Eftir nær 30 ára dvöl í Skagafirði lét Jónas af embætti og flutti
til Reykjavíkur. Var hann Joá nær sjötugur að aldri. Ætla mætti,
að ævistarf hans væri þá lokið, en það var öðru nær. Er suður kom,
tók hann þegar að helga sig hugsjónum náttúrulækningastefnunn-
ar, sem hafði um langan tíma átt hug hans allan. Henni hafði
hann kynnzt fyrst og fremst af reynslu sinni, sem glöggur læknir
og af utanförum, bæði til Ameríku og Evrópu, en fimm sinnum
sigldi hann til þess að afla sér frekari menntunar og sýnir það
ekki sízt áhugamanninn og vísindamanninn.
Þegar á fyrstu árum sínum í Reykjavík stofnaði hann Náttúru-
lækningarfélag íslands, eða árið 1939, og var forseti þess til dauða-
dags. Opnaði hann og lækningastofu og leituðu til hans sjúkl-
ingar víðs vegar að af landinu, en margir þeir höfðu gefið upp
alla von um bata. Fengu þeir þá lækningarmeðferð hjá honum,
er gaf þeim mörgum heilsuna aftur og það sem meira var, trúna á
lífið. Þannig var Jónas Kristjánsson og þannig minnast í dag þús-
undir manna og kvenna verka hans og hugsjóna. Því til sönnunar
væri hægt að benda á mörg dæmi, sem eigi er rúm til hér.
En hvað var það þá, er Jónas Kristjánsson boðaði íslendingum?
Sá boðskapur var afar einfaldur og afdráttarlaus í sjálfum sér. Ef